Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 19
Efesusbréfið 5:26. Til þess fyrir vatnslaugina, með orðinu, að hreinsa hann (söfnuðinn) og helga hann síðan. Jóhannes 6:63. Það er andinn, sem lífgar, holdið gagnar ekki: orðin, sem ég hefi talað við yður, em andi og eru líf. Jóhannes 15:3. Þér eruð þegar hreinir vegna orðsins, sem ég hefi talað til yðar. Jóhannes17:17. Helga þú þá með sannleikanum: þitt orð er sannleikur. 1. Pétursbréf 1:23. Þér sem eruð endurfæddir, ekki af forgengi- legu sæði, heldur óforgengilegu, fyrir orð Guðs, hans sem lifir og varir. Jakobsbréf1:18. Eftir ráðsályktun sjálfs síns fæddi hann oss með sannleiksorði, til þess að vér skyldum vera nokkurs konar fmmgróði skepna hans. Þegar maður trúir því sem Guðs orð segir, að hann er syndari, að Kristur dó til að frelsa hann frá allri synd — og ef hann játar syndir sínar fyrir Guði og snýr sérN af öllu hjarta frá syndinni og trúir fagnaðarerindinu, þá er hann að fara eftir orðinu, að aðlaga sig orðinu. Þá mun Heilagur Andi umbreyta lífi hans, með krafti guðsorðs og fyrir blóð Jesú Krists. Á því augnabliki endurfæðist maðurinn. Þessi ný-skapaði maður, þetta nýfædda barn Guðs, á þá að trúa því og haga sér samkvæmt því. Hann á þá að lesa Biblíuna og biðja til Guðs. Hann á að framganga og lifa í andanum og aðlaga sig orði Guðs eins og honum er Ijós gefið. Að endurfæðast, að verða barn Guðs, er meira áríðandi en nokkuð annað. Það er lykill- inn sem opnar þér aðgang að öllum loforðum Guðs. Því þegar þú verður barn Guðs — þá verða loforð Guðs þín. Kenneth Hagin. AthEinarssonþýddi. SUMARMÓT Miðsumarsmót Hvítasunnumanna verður í Vestmanrlaeyjum og hefst 22. júní. Það endar 27. júní. Margir erlendir þáttakendur hafa boðað komu sína til mótsins. Þátttaka tilkynnist Snorra Óskarssyni Betel sími 98-1260 sem fyrst. ☆ TJALD- SAM- KOMUR Tjaldsamkomur verða í Reykjavík í nýja tjaldinu, sem verður vígt laugardaginn 3. júlí. Samkomur halda svo áfram og enda 11. júlí. Ræðumaður verður Georg Jóhannsson frá Gautaborg o.fl. ☆ SlÐ- SUMAR- MÓT Síðsumarmót verður haldið í Kirkjulækjarkoti Fljótshlíð, og hefst það föstudaginn 30. júlí og lýkur mánudaginn 2. ágúst. Mótið verður í svipuðu formi og undanfarin ár, sem hefur gefist vel. 19

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.