Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 24
SÁ SÍÐASTI VARÐ FYRSTUR Forstjóra skipafélags nokkurs vantaði loft- skeytamann hið bráðasta. Hann auglýsti eftir slíkum manni og kvaðst vera til viðtals á vissum tíma dagsins, á skrifstofu sinni. Strax og tíminn var kominn, hafa margir ungir menn safnazt saman á skrifstofu hans. En inn af almennings- skrifstofunni var einkaskrifstofa forstjórans. Hinir ungu umsækjendur um stöðuna, tóku nú að tala saman á meðan þeir biðu eftir því að verða kallaðir inn til forstjórans, enda höfðu þeir sett það vel á sig, í hvaða röð þeir höfðu komið inn á biðstofuna. FLJÓTT Legg þú hendi þína á hjartastað þinn. — Það slær. Það endurtekur: Fljótt, fljótt fljótt. Hlustaðu á klukkunaí stofunni hún endurtekur án afláts: Fljótt, fljótt, fljótt. Þú átt nokkur ár f víðbót og með hverjum degi, styttist tíminn með 24 klst. Náirðu því að verða sjötugur, þá eru þér lánaðir einungis 25 þúsund dagar. Sértu 35 ára í dag, þá eru eftir 12500 dagar. Sértu orðin fimmtugur, þá losar talan 7000 daga. Sannarlega lífið hefur enda. Eigir þú eftir 20 ár af lífsgöngu þinni, þá eru það 175.000 klst. Tfminn líður skjótt. Billy Graham. Nú þykir þeim það dragast ótrúlega lengi að forstjórinn fari að kalla þá til sín, en þeir drepa tímann áfram með fjörugum samræðum. Enn bankar ungur maður á dyrnar og stígur inn í biðstofuna. Hann setzt utast á bekk, enda var þröng komin á undan honum. Hann blandar sér ekkert í samræður hinna sem fyrir voru, en er stilltur og íhugandi. Þeir sem fyrir voru hugsuðu með sér: , Ja, sá fær nú að bíða tímana tvo, að koma ekki fyrr en þetta, og engan er farið að kalla inn ennþá. Þeir urðu því ekki lítið undrandi, er þeir sem fyrr höfðu komið, sjá manninn, sem yzt sat, standa allt í einu upp og ganga rakleiðis að innri dyrunum og ljúka upp hurð og hverfa inn til forstjórans. Eftir nokkra stund kemur hann aftur út frá honum, og ætlar að ganga beint út. En þá ávarpa hinir aðrir hann og spyrja: „Hvernig má það vera, að þú sem komst síðastur okkar allra, gengur fyrstur inn til forstjórans?” Ungi maðurinn svaraði kurteislega: ,,Þið hefðuð líka getað verið komnir inn og hlotið stöðuna, ef þið hefðuð verið athugulir og sinnt því að hlusta á veika rödd hátalarans.” ,,Hvað sagði hátalarinn?” spurðu margir einum rómi. „Forstjórinn hcfur alltaf verið að tilkynna það með morse-merkjum í hátalarann — nokkuð daufum að vísu — að sá sem fyrstur veitti tilkynningu eftirtekt, hann skyldi koma strax inn og hljóta stöðuna, því að hann lagði áherzlu á það, að fá mann í þessa stöðu, sem væri vakandi í starfi sínu. Að þessari frásögn falla orð frelsarans mæta vel, er hann segir: ,,Þess vegna segi ég við alla: vakið!” 24

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.