Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 4
BLAÐAFULLTRÚI VATÍKANSINS I 18 ÁR Fred Ladinius starfaði í Vatíkaninu í Róma- borg í átján ár, og mest af þeim tíma sem blaðafulltrúi. Auk blaðamannastarfsins var hann dagskrárstjóri Vatíkanútvarpsins. Fred segist hafa viljað heiðra Jesúm Krist, en hann þekkti ekki jesúm ^f eigin raun. En fyrir fjórumárum, átti hann samræður við mann, sem útlistaði fyrir honum á einfaldan hátt veg hjálp- ræðisins. Þessi maður var Billy Graham. Fred Ladinius fór að ráðum Billy Grahams og frelsaðist. Nokkru stðar kom kanadískur prestur og bauð honum á bænasamkomur í Gregoríska háskólanum í Róm, sem er menntasetur jesúíta- reglunnar. Hér var það í fyrsta sinni, sem Fred hitti fyrir frelsaða og Andans skírða menn, kaþólska. Á þessum stað fengu Fred og kona hans að reyna skírn Heilags Anda og ,,kristin- dómur hans fluttist niður í hjartað’ ’. Og mundu eftir skapara þínum á unglings- árum þínum, áður en vondu dagarnir koma og þau árin nálgast, er þú segir um: mér líka þau ekki. Pré. 12:1. GRAFSKRIFT: ,,Hann óttaðist GUÐ, svo að hann hræddist ekki mennina.” Síðan hefur Fred starfað af fullum krafti í endurnýjungarvakningunni, sem nú logar meðal kaþólskra manna í Suður-Evrópu. Nú starfar hann með samtökunum FGBM (Full Gospel Business Men) í Brussel, og ferðast um alla Evrópu til að útbreiða vakninguna. Nýverið var hann í Bergen í Noregi, þar sem hann talaði á samkomu FGBM. Norskur forstöðu- maður í Hvítasunnuhreyfingunni er hlýddi á mál hans, hafði við orð að hann væri ,,afar róttækur Hvítasunnuprédikari”. ,,Alla tíð, frá því aðJesús kom inn á skrifstof- una mína í Vatíkaninu og frelsaði mig”, segir Fred, ,,hefur hvert kraftaverkið rekið annað. Guð er að framkvæma eitthvað nýtt á þessum dögum.” ,,Hugur minn hvarflar til Önnu Lísu t litla fjallabænum Biella á N-Ítalíu”, heldur Fred áfram. „Ásamt öðrum nunnum í klaustrinu er Anna Lísa að biðja í kvöld á nýjan máta og upplifir nýja tíma í ríki Guðs. Þær tilbiðja Jesúm Krist í nýjum tungum, syngja í Andanum og lofsama Guð’ ’. Ég minnist þess í kvöld, þegar ég kom í fyrsta sinn til klaustursins í Biella, til að skýra frá nýju vakningunni. Þegar Andinn féll yfir allar nunnurnar t samkomulokin réttu þær allar upp hendurnar, að Önnu Lísu einni undanskilinni. Allt í einu fékk ég ákafa verki í hægri handlegg- inn. Ég skildi að þetta varðaði ekki mig og Guð sýndi mér að hér væri um Önnu Lísu að ræða. Og bað ég hana að koma fram. Hægri handleggur hennar var þá þegar ónothæfur af völdum krabbameins, og hún gat ekki lyft honum upp. Þegar við báðum fyrir henni auðsýndi Jesús kærleika sinn á þessari fyrstu 4

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.