Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 6
SKILABOÐ FRÁ DÁNARBEÐI Prédikari kom t heimsókn til deyjandi her- manns. Þegar þeir höfðu talað nokkra stund saman, bað hermaðurinn kennimanninn að skrifa fyrir sig nokkur orð á pappírsörk. Hann bað hann síðan að gefa sér umslag utan um bréfið og póstleggja það fyrir sig, til konu, sem hefði verið sunnudagaskólakennari sinn þegar hann var barn. Það sem hermaðurinn bað kennimanninn að skrifa á örkina, var þakklæti til sunnudaga- skólakennarans fyrir þá uppfræðslu, sem hún LOFORÐ GUÐS UPPFYLLAST Parry Hayden var malari að atvinnu. Sem maður trúarinnar reyndi hann Guð, þegar um er að ræða tíund. Vildi hann sjá hvernig fyrirheit Guðs rætast. Hér fer á eftir frásögn hans: Hann taldi 360 hveitikorn, úrvalstegundar og sáði í akur sinn árið 1940. Um haustið uppskar hann 50 rúmtommur úrvals hveitis. Tíu prósent af þessu magni fór í Guðskistuna. Næsta vor sáði hann 9/10 hlutum. Upp- skeran að hausti varð 35 kg. Á tveim árum jukust kornin úr 360 í 881499. Enn tók Parry Hayden tíund. Þannig hélt hann áfram í 6 ár. Við síðustu uppskeru mældist uppskeran vera 27187 hektólítrar af korni, að verðgildi 1 milljón dollara... Það fer enginn tómhentur frá Drottni. Allra sístjDeir sem reyna Guð í trúfesti tíundarinnar. 6 hafði gefið honum t sunnudagaskólanum. Vegna þeirrar uppfræðslu, sem hann hafði þá hlotið hjá henni um sanna trú á endurlausnar- verk frelsarans til sáluhjálpar fyrir hvern sem vill trúa, segist hann nú deyja frelsaður maður í rósemd og friðí. Prédikarinn gerði eins og hann var beðinn, hann póstlagði bréfíð. Nokkrum vikum seinna fær hann svarbréf frá sunnudagaskólakennar- anum. í bréfinu segir konan: ,,Guð hefur verið miskunnsamur við mig. Fyrir mánuði síðan sagði ég upp þjónustu minni við sunnudaga- skólann, vegna þess að mér fannst þjónusta mín engan ávöxt bera. En rétt á eftir móttek ég bréf yðar. Þar sé ég með eigin augum, að þrátt fyrir allan veikleika minn, hefur starf mitt þó borið þann ávöxt, að ein sál hefur unnizt fyrir Krist. Nú hef ég ákveðið að ganga aftur til forstöðumanns safnaðar míns og bjóða honum þjónustu mína við sunnudagaskólann eins lengi og ég lifi og hef krafta til þess”. Eftir að prédikarinn hafði sagt frá þessu atviki, bætti hann við: ,,Ó, að ég mætti tala með svo hárri röddu, að ég næði til hvers einasta sunnudagaskóla- kennara hér á jörðu og til allra foreldra í kristnum söfnuðum! Þá vildi ég segja þetta: „Kennarar, foreldrar! Haldið áfram! Hug- leiðið þið, að þið eruð að sá hinu allra bezta sæði sem völ er á. Aðeins Guð veit hvaða ávöxt það ber. En þið skuluð sá’ ’. HEFURÐU HEYRT ANNAÐ EINS? Grandvör, rómversk kaþólsk kona í Bólivíu í Suður-Ameríku, var spurð undarlegrar spurn- ingar. Hún átti fallegan hund og vel hirtan.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.