Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 9
LJOS I MYRKRINU VALDIMÍR Frásögulegu sjónarmiði, varð Rússland kristin þjóð árið 998, þegar Valdimír prins hinn mikli og einvaldi í Kíev, snérist til kristinnar trúar. Samkvæmt gamalli þjóðsögn, um afturhvarf Valdimírs, segir að hann hafi sannfærzt um þörf sína í því að hverfa frá heiðindómi, en vissi ekki hvaða form guðsdýrkunar hann skyldi aðhyllast. Radziwill annállinn, skreytt handrit frá 15 öld, sem ritað var af kristnum munkum er ein þeirra fornu heimilda sem sýnir glöggt þau áhrif, sem hinir fyrstu kristniboðar höfðu á rússnesku þjóðina. Valdimír prins gerði út sendinefnd, til að fylgjast með guðsþjónustusiðum annarra Evrópu- þjóða. Rússarnirkomu til borgarinnar Konstantí- nópel, og gengu á fund keisarans, til að skýra honum frá erindi sínu. í hinum fyrrnefnda forna annál, segir svo um þennan atburð: , ,Keisarinn innti þá eftir því, hver tilgangurinn væri með komu þeirra. Þeir sögðu sem var, og greindu honum frá öllu sem gerzt hafði. Þegar keisarinnheyrðiþettavarð hann glaður við, og lét senda svolátandi orðsending tii patrxarkisins: , ,Rússarnir eru komnir til að kynna sér trú okkar. Tilreið nú kirkju og klerka, svo að þeir geti séð dýrð, okkar Guðs”. Og þeir héldu hátíðarguðs- þjónustu, þarsem kirkjukórsöng. Þeir áttu engin orð, til að lýsa aðdáun sinni og undrun, og rómuðu guðsþjónustuna mjög Það var þessi litríka lofgerðarguðsþjónusta, með ívafi og fegurð fornra austurrómverskra söngva, sem hreif hugi rússnesku sendinefndar- innar. Eldmóðurinn og hrifningin í frásögn sendimannanna, kom því til leiðar, að Valdimír æskti þess enn frekar að land hans yrði kristið, og leiddi að lokum til þess að hann lét það boð út ganga, að allirþegnar hans skyldu taka kristna trú og láta skírast. Allt þetta gerðist fyrir meira en tíu öldum. Það er kaldhæðnislegt, að maður með sama vafni — Valdimír, var frumkvöðull að því að Rússland tíu öldum síðar, tók guðleysi á stefnuskrá sína. Okkur er fullkomlega ljóst í dag, að ekkert valdsboð er þess megnugt, að fjarlægja Anda Guðs og áhrif hans frá hjörtum fólksins. Hvorki Valdimír prins tíundu aldarinnar, eða Valdimír Lenín tuttugustu aldarinnar, eru færir um að kristna eða afkristna Rússland. Því að Guð hefur öll völd í sinni hendi, og saga mannkynsins er óhjákvæmilega samtvinnuð guðlegri opin- berun hans. Jafnframt því, að Valdimír prins bauð kristni- boðunum til Rússlands, og Valdimír Lenín gerði þá útlæga þaðan, hefur tæknivæðing tuttugustu aldarinnar flutt fagnaðarboðskap Jesú Krists til þessarar þjóðar, þúsundir mílna á öldum ljósvakans. Og hver er svo árangurinn af þessum útvarps- sendingum? Við skulum leyfa kommúnistaleið- togunum að svara þeirri spurningu. í rýlegri fréttatilkynningu frá Associated fréttastofunni, láta kommúnistar í ljós enn á ný, ótta sinn og andúð í garð árangursríkra útvarpssendinga á fagnaðarerindinu, sem koma til Rússlands frá öðrum löndum. Hér fylgir hluti af þessari fréttatilkynningu: ,,Sovétríkin eru áhyggjufull út af því, að kristilegt efni frá vestrænum útvarpsstöðvum, hefur talsverð áhrif á sovézka borgara.” Kommúnistar eru áhyggjufullir. Því að þrátt fyrir grimmilegar ofsóknir og andkristilegan áróðurí meira en 50 ár, hafa milljónir af rússum

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.