Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 11
á kné við útvarpið sitt og gafst Jesú Kristi. Sonya gekk í evangelískan trúarsöfnuð, þar sem hún var sklrð. Hún var gerð útlæg og rekin úr Komsomol. Félagsstofnunin guðlausa hafði einsett sér, að tapa engum meðlima sinna í hendurnar á „fáfróðum ofsatrúarmönnum”. Þeir byrjuðu strax á því að hóta Sonyu og manni hennar. Ivan var í miklum vanda staddur. Hann elskaði konu sína, en vissi jafnframt, að sem dyggur félagi í Komsomol, gat hann með engu móti leyft henni að bera kristið nafn. Sonya hlustaði á kröfur hans, og útskýrði fyrir honum hina nýju von sína í trúnni á Krist, og hún bað. Hún vissi, að hún gæri ekki yfirgefið Drottin, né farið á mis við samfélagið dýrmæta sem hún hafði uppgötvað á meðal þeirra trúuðu. Þrýstingurinn og ofsóknirnar mögnuðust, en Sonya stóð föst fyrir. Að lokum, var henni vísað úr háskólanum, og Ivan skildi við hana — að miklu leyti fyrir tilstilli hinna guðlausu félaga sinna. Var þetta allt þess virði? , Já”, segir Sonya og þúsundir af öðru sovézku æskurfólki. Því að það hefur fundið LJÓS, mitt í myrkri og sorta. Or nýsjálenska mánaðarritinu THE EVIDENCE. 11

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.