Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 12
TJALD SAMKOMUR Þeir sömu voru í tjaldnefnd og í fyrra, þ.e.a.s. Ásgrímur Stefánsson, Guðni Einarsson og Sam Glad. Viljum við þakka öllum sem aðstoð veittu, Þæði með þátttöku, fyrirþænum og fjárhagsaðstoð; Tjaldsamkomurnar hófust að þessu sinni 29. maí, og var það á Akranesi. Tjaldið var reist við gagnfræðaskólann. Margir komu með Akra- borginni og tóku þátt í kvöldsamkomunum, og svo var því ekið heim um kvöldið í safnaðarbíln- um. Samkomurnar sem voru nokkuð vel sóttar voru góðar, þær stóðu tiJ 6. júní. Barnasam- komur voru hafðar að degi til. Á Selfossi var tjaldið reyst næst, þar stóð það einnig á skólalóðinni. Samkomurnar voru frá 11. júní til 15. júní. Barnasamkomur voru að degi til, einnig var höfð samkoma á sjúkrahús- inu eins og á Akranesi. Fáir dvöldu á staðnum en fólk kom frá Reykjavík á allar samkomurnar. Fámennt var til að byrja með, en fjölgaði þegar á leið. Guð gaf okkur góðar stundir og þökkum við honum fyrir það. Eftir þetta var gert smá hlé á samkomunum í litla tjaldinu. Var það vegna sumarmótsins sem haldið varí Vestmannaeyjum 22.—27. júní. Og svo tjaldsamkomurnar x Rvxk dagana 2.—11. júlí. Þar var notað stórt og nýtt tjald, gefið af Georg Johanson, hann var einnig með á samkomunum, ásamt fleiri góðum gestum frá Svíþjóð. (Georg gaf einnig litla tjaldið). Eftir þetta var farið norður til Akureyrar. Þegar þangað var komið og átti að fara að reisa tjaldið ringdi svo mikið að það var ekki hægt. Við báðum Guð að gefa okkur smá þurrk, svo að við gætum reist tjaldið, og fengum það. Var tjaldið reist við Þórunnarstræti gegnt Lögreglu- stöðinni, eða á sama stað og í fyrra. Samkomurnar byrjuðu 17. júlí og stóðu til 25. júlí. Samkomurnar voru vel sóttar og Guð blessaði ríkulega. Margir áttu leið um Akureyri og tóku þátt í samkomunum og gerðu þær fjölbreyttari. Þökkum við þeim öllum. Barna- samkomur voru haldnar að degi til undir stjórn hjónanna frá Hjalteyri, Einars og Beverly. Á sunnudagskvöldið 25. júlí var svo höfð útisam- Mikið sungio.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.