Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 15
ERU ALLIR SJUKIR, HALDNIR ILLUM ÖNDUM? Nei, alls ekki segir hinn kunni prédikari Frank Mangs í Hemmets Ván Örebro 26. ferbrúar 1976, tölubl. nr. 9- þessa árgangs. Þó predika margir þannig í dag. Þeir hinir sömu gera ekki aðgreiningu á sjúkdómi og að vera haldinn. En það er mjög nauðsynlegt. Víst er það satt, að Satan sló Job illum kaunum og sárum. Þar var hann sjálfur með í þeim leik. En þegar ég sjálfur var niðri í Suez, drakk ég þar ósoðið vatn. Af því fékk ég þær verstu og mestu magakvalir, sem ég á langri æfi hefi reynt. Þá var það ekki Satan, sem hringsnérist í maga mínum, heldur milljónir af sýklum, sem voru eitraðir og eitruðu vatnið, sem ég drakk. Júdas svikari, var ekki sjúkur, en hann var haldinn illum anda. Það er ritað að Satan fór inn í hann. Konan sem hafði haft blóðlát árum saman og reyndi að snerta kirtilfald Jesú. Hún var ekki haldin, en hún var sjúk. Mark. 5. 25. Þeir sem haldnir voru og annars vegar þeir sem sjúkir voru, fengu ekki sömu meðhöndlun hjá Jesú. Hina sjúku læknaði hann vanalega með handayfirlagningu og bæn. — Óhreina anda rak hann út, með valdi og krafti. Það er bæði rökleysa og óBiblíulegt að halda því fram að allur sjúkdómur, sé fyrir áhrif illra anda. Væri svo, þá hefðu flestir þeirra er Biblían kallar ,-,Heilaga”, verið meira og minna haldnir af Djöflinum. Þeir enduðu sína lífsdaga margir hverjir, vegna sjúkleika og sjúkdóms. ,,Dýr er í augum Drottins dauði dýrkenda Hans” Sálmur. 116.15. Ég er hræddur við léttúð í þessum málum, bæði þegar talað er um Guð, helga hluti og óvininn sjálfan. Við gefum út andleg fæðingar- vottorð, áður en fæðing á”sér stað. Við hrópum haldin, haldinn, yfir aðstæður, sem eru bundnar náttúrulegum aðstæðum. Kílið á líkama Hiskía Júda konungs, læknaðist við fíkjudeig. Jes. 38.21. Guð gerir undur. Sjaldan brýtur Hann sundur lögmál náttúrunnar. Þau hefur Hann sjálfur gert. Áreiðanlega mundu erfiðleikar sjúkdómanna minnka, ef við bærum meiri virðingu fyrir lögum náttúrunnar. Frank Mangs. VANDINN LEYSTUR. Ungur bkókari í New York komst í þann vanda, að hann gat ekki samrýmt reikningana, þótt hann dag eftir dag gerði ítarlegar tilraunir. Loks féll hann á kné og bað Drottinn um hjálp, því án hans hjálpar mundi hann missa stöðu sína. Þegar hann stóð upp frá bæn sinni, opnaði hann bók, sem lá á borðinu og þar fann hann blað, sem hann hafði ekki tekið eftir áður. En það blað skýrði málið, því á því voru þær tölur, sem vöntuðu til þess að reikningarnir yrðu réttir, og vandinn varð leystur. Maður nokkur mætti blindum meðbróður sínum að kvödi til með ljóskerí hendinni. ,,Til hvers ertu með þetta ljósker?” spurði hann blinda manninn. ,,Ekki sérð þú neitt við það.” Blindi maðurinn svaraði: ,,Það er satt, að það lýsir mér ekkert. En það kemur í veg fyrir, að aðrir menn rekist á mig, eða detti um mig. 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.