Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 16
Þeir skíra eftir Biblíunm í Sovétríkjunum. MEÐAL KRISTINNA I Þrír kunnir leiðtogar Hvítasunnumanna á Norðurlöndum, þeir Karl Erik Heineborg Stokkhólmi, Folke Steen Finnlandi og Jósef Östby frá Noregi, heimsóttu Rússland í janúar s.l. Þarlend yfirvöld, stóðu að boðinu. Þessir þrír bræður fóru víða og við heim- komuna, hafa þeir frá miklu að segja. I samkomum hafa þeir talað mikið og skrifað greinar í mörg blöð. Hér kemur ein grein þýdd úr Hemmets Ván Örebro frá 26/2 s.l. Ein af stórborgum Rússlands er Kharkow. Þar hafa Hvítasunnumenn og Baptistar sameiginlegt Guðshús, gamlakirkju, sem rúmar 1600 manns. Söfnuðurinn í borginni telur 1589 miðlimi. Á svæðinu umhverfis borgina eru söfnuðirnir 45 og meðlimatala um sex þúsund. Þýðingarmikill þáttur ferðarinnar, voru persónuleg samskifti við leiðtoga safnaðanna, sem sumir hverjir komu langa vegu til að kynnast okkur og eiga við okkur samtöl, um þá hluti sem Guðs ríki heyrir til. Lítil sambönd hafa verið milli kirkjudeilda okkar á Norðurlöndum og bræðra okkar í Rússlandi. Því var oft í samtölum, að þeir vitnuðu til Ritningarstaða og spurðu svo óvænt, hvar stendur það. Þar sem við gátum í hvert sinni greint frá stöðu Ritninganna, þá hvarf öll tortryggni. Fólk kom í vakningarsamkomur, líkt og heima. Lagði bænaefni sín fram og oft miklar þarfir, bæði vegna sjúkleika og svo þrá um frið við Guð. Gestrisni safnaðarsystkina okkar var framúrskarandi. Reyndum við það í fimm stórborgum, sem við komum til. Lifandi trú var fólkinu blessun og ekkert blygðunarefni. Stundum borðuðum við úti, á góðum matsölu- stöðum. Ávallt stóð einhver bræðranna á fætur, 16

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.