Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 18
TAKN TIMANNA -NOA OG SÓDÖMUTÁKNIÐ Þegar Kristur talaði um endurkomu sína, minnir hann okkur tíðum og alvarlega á tákn þau og einkenni, sem boða komu hans til þessarar jarðar. Á okkar dögum, hafa þessi tákn hrannast upp á sjóndeildarhring sögunnar. Og þar standa þau í augsýn allra. En höfum við veitt þeim athygli? Jesús bendir okkur á mjög sterk tákn tvö, í Matt. 24.37—39, og Lúk. 17.28—37, þar sem hann segir skýrum orðum, sem ekki er hægt að misskilja, að ástand heimsins við endurkomu hans, verði nákvæmlega eins og tímar Nóa og Sódómu voru. Heimsmyndin og tíðarandi nútímans, fellur einmitt inn í þessa samlíkingu! Af þeim sökum, er ekki undarlegt þó að leifar Sódómuborgar og Gómorru, og sömuleiðis Örkin hans Nóa, hafí í sívaxandi mæli, dregið Frelsaður milljónamæringur í New York stóð upp á bænasamkomu og sagði: ,,Vinir mínit, ég þekki þann frið, sem heimurinn ekki megnar aða veita. En ég vil segja yður, að ég fann þann frið í Jesú Kristi, en aldrei í heiminum.” Sveitapiltur var á leið í Borgina í fyrsta sinn. Vinur hans, sem fylgdi honum í veg fyrir áætlunarbílinn, sagði við hann á leiðinni: „Mundu það, vinur, að þú leggur nú út á mikið hættuhaf.” ,,Veit ég það”, svaraði hann. Svo dró hann upp Biblíu úr vasa sínum og bætti við: ,,En ég á líka góðan áttavita.” að sér athygli heimsins á þessari öld. Því að í gegnum þessa hluti, og tákn, talar Guð. Þegar fyrir mörgum árum, er ég heimsótti ísrael, var mér tjáð að í suðurhluta Dauðahafs- ins væri að finna steinrunnin tré, sem væru sýnileg á miklu dýpi þegar vatnið væri tært. Eftirfarandi frásögn, getum við hvorki afsannað né staðfest, en hún er síður en svo ótrúleg. ,,Tveir bandarískir kafarar, fundu rústir fornrar þprgar í suðurhluta Dauðahafsins. Tilraunir þeirra, við að taka neðansjávarljós- myndir af borgarleifum þessum reyndust' árangurslausar, vegna mikils saltmagns í vatn- inu. Samt sem áður, voru þeir sannfærðir um það, að þeir hefðu séð húsarústir gerðar af mannahöndum, sem voru gersamelga framandi á að líta, innanum allt nærliggjandi umhverfi sitt í Dauðahafinu. Það er alkunnug staðreynd, að víðátta Dauðahafsins hefur aukizt suður á við, um nokkrar mílur, og það er stærra um sig í dag, heldur en það var fyrir mörgum árum.” Við vitum, að í sambandi við Örkina hans Nóa, dæmdi Guð heiminn í gegnum hana. (I. Mós. 6—7). Það er því engin furða, þó að Guð sé að minna úrkynjaða siðmenningu og mannkyn á, Örkina hans Nóa, áður en endurkoma Krists á sér stað. ,,Ég segi yður, að ef þessir þegðu, mundu steinarnir hrópa’ ’. (Lúk 19.40). Svo sannarlega hafa þessi orð Drottins, gengið í uppfyllingu á ný. Ef að kristnir kennimenn, prédikarar og trúarleiðtogar á okkar dögum,t halda að sér höndum og láti ekki til sín heyra, talar Guð í gegnum grjót og steinrunnin tré. JESÚS KEMUR AFTUR! Þýtt úr Midnight Call Magazine, febr. 1976. 18

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.