Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 22

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 22
FRA VETTVANGI STARFSINS Á útlíðandi sumri var þess minnst í Vest- mannaeyjum, að Betel söfnuður átti 50 ára afmæli 19- febrúar 1976. Minningarhátíðin féll inn í sumarmótið sem haldið var í Eyjum. Um 80 manns heimsóttu Eyjar af þessu til- efni og stóð mótið frá 22. júní til og með sunnudagsins 27. júní. Alls voru haldnar um 20 samkomur. Flestar í Betel, en undir helgina var flutt um set í Bæjarleikhúsið og mótið endað þar. Samkomurnar í Betel voru ágætlega sóttar. Eyjamenn hafa aldrei verið svo fúsir til að koma fram til bæna, sem í þessu móti. Mikill fengur var að hafa hin kunnu norsku kristniboðshjón Aneth og Per Björnseth. En hann hafði alla Biblíulestrana kl. 16.00. Talaði hann um tákn tímanna heimkomu Israels og endurkomu Jesú Krists. Þetta var ómetanlegt innlegg í mótið, sem allir þökkuðu fyrir og mátu. Það var glaður hópur er hélt frá Eyjum að afloknu móti, eftir dýrðardaga í forgörðum Drottins. Þriðjudaginn 18. maí var þess minnst í almennri samkomu, að rétt þá fyrir 40 árum síðan var Fíladelfíusöfnuðurinn í Reykjavík stofnaður af 12 meðlimum. Aðeins 2 eftirlifa og voru þeir báðir viðstaddir hátíðasamkomuna, en það eru Arndís Sölvadóttir og Þórhildur Jóhannesdóttir, báðar í Reykjavík. Tóku þær báðar til máls og rifjuðu upp gamlar minningar. Fjölmenni var í samkomunni og tóku margir til máls, af eldri meðlimum safnaðarins, sem komu með á fyrstu starfsárunum. I 40 ár hefur söfnuðurinn átt heima á eftirtöldum stöðum: Varðarhúsinu, Bröttugötu 3, Hverfis- götu 44 og nú síðast í Hátúni 2 og eru tvö seinni húsin eignarheimili, hvort á sínum tíma. Eric Ericson sem var stofnandi og braut- ryðjandi var forstöðumaður firá 1936—1948. Eða í 12 ár. Þá tók við Ásmundur Eiríksson og var forstöðumaður í 22 ár, eða til ársins 1970. Síðan hefir Einar J. Gíslason verið forstöðumaður. Meðlimur nr. . 1 var Ólöf Einarsdóttir Hverfisgötu 71. En alls hafa 880 manns gengið inn í söfnuðinn, fyrir utan börn, sem ávallt eru reiknuð með mæðrum sínum í skírslum Hagstofunnar. Blessað hefur verið yfir 202 börn. Gift hafa verið 60 hjón. Dáið hafa 135. 178 hafa yfirgefið sinn eigin söfnuð, ýmissa ástæðna vegna. Er það nálega fimmti hver meðlimur. Þetta eru ytri tölur, sem sýna kannski minnst. Hitt veltur á meiru hvað bjargast hefur og verður aldrei vegið eða mælt, fyrr en í Elífð Guðs. 30. maí var þessa minnst á Akureyri að þá voru rétt 40 ár síðan söfnuðurinn var stofnaður þar. Vísast nánar til greinar 1 síðasta tölublaði Aftureldingar, eftir Jóhann Pálsson forstöðu- mann. Um þessi tímamót geta vinirnir á Akureyri glaðst yfir unnum sigrum, bæði andlegum og gagngerðum viðbótum á húsinu Lundargötu 12. Hvítasunnumenn um land allt senda söfn- uðum þrem, sem hér hefur verið áminnst innilegustu systkynakveðjur. í sömu viku og mótinu lauk í Eyjum komu hingað frá Svíþjóð Geórg Johansson með frú og fimm öðrum Svíum. Tilefni heimsóknar- innar var vígsla stóra tjaldsins, sem Georg gaf til landsins, með bekkjum og öllu tógverki, þó fyrir utan súlur. En þær smtðaði Borgar- smiðjan í Kópavogi, eigandi Guðmundur Ara- son. Eins og myndin ber með sér, er tjaldið

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.