Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 23
allt hið gjörvulegasta, enda okkur ekki kunnugt um annað stærra á íslandi í dag. Georg hélt vígsluræðuna, svo töluðu þeir Arne Karlsson og Gösta Lindahl öll kvöld vikunnar. Eins og víða er kunnugt þá hefur Gösta Lindahl verið mikið í Israel og var mjög fróðlegt að heyra hann af þekkingu mæla um landið og fólkið. Samtvinnað hinu Biblíulega orði. Um miðjan júlí fóru 14 manns úr Fíladelfíu Reykjavík til Stykkishólms og máluðu hús Karólínu Jóhannsdóttur og safnaðarhús Hvíta- sunnumanna. Forgöngu að þessari ferð höfðu þeir Árni Árnason og Sigfús Steingrímsson. Virkni h.f. gaf málninguna um 40 þúsund krónur. Þá fluttu af landi brott nokkru seinna Irene Hultmyr Einarsson og Atli Örn Einarsson Kirkjulækjarkoti. Irene hafði starfað hérlendis í 10 ár bæði fyrir vestan og hér syðra og getið sér framúrskarandi orðs, bæði meðal ungra og fullorðinna. Hér fann hún Atla sinn og Guð blessaði þau með margvíslegri náð. Blessunar- óskir okkar fylgja þeim. Auk þeirra, þá hafa fleiri fjölskyldur í Hvítasunnusöfnuðinum flutt til Svíþjóðar og vilja reyna sig ytra í eitt til tvö ár. Dýrmætara er fyrir okkur sem þreyjum á kalda landinu að vita um ungmennin, sem fara á Biblíuskóla ytra. Þannig fór Indriði Kristjáns- son frá ísafirði til Kanda 20. ágúst og litlu seinna fór Clarence Glad til Belgíu til sömu erindagjörðar. Þegar þetta er svo ritað þá eru á faranda fæti til Biblíunáms ytra Gestur Sigurbjörnsson annað árið í röð til Kvinnesdal og Stella og Árni Árnason til Kaggeholm í Svíþjóð. Starfið væntir sér mikils af námi þessara vina. Áuk framangreindra þá er Ari Guðmundsson á Biblíuskóla í Oslo. Hann mun væntanlega koma um jól. Um s.l. mánaðamót kom Hinrik Þorsteins- son og fjölsk. frá Biblíuskólanámi í Englandi og mun hann setjast að hér syðra og flytur frá Stykkishólmi, eftir langt og gott starf þar vestra. Nægjanlegt mun verða fyrir þau hjón að starfa hér syðra. í tveim skírnarathöfnum nú í ágúst og sept- ember hafa alls 12 manns gengið inn í söfnuð- inn. Fríður hópur það af bræðrum og systmm. Sunnudaginn 5. september var Guðmundur Markússon kjörinn aðstoðarforstöðumaður, með miklum einhug og samstöðu. Mun hann sinna störfum sínum, eftir sem heilsa og kraftar leyfa. John og Lorena Zeller frá Alaska, heim- sóttu Fíladelfíu 12/9 á leið til Grænlands, þar sem þau munu taka þátt í starfinu. /vn'ucaDirtö Tímarit um trúmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Einar J. Gíslason. Ritnefnd Daniel Glad og Hallgrímur Guðmannsson. Útgefandi: Blaða og Bókaútgáfan, Hátúni 2, Reykjavík, Pósthólf 5135, Sími: 20735. Kemur út ársfjórðungslega. Askriftargjald 540.00 kr. Lausasala hvert eintak 150.00 kr. Á Norðurlöndum 15.00 kr. sænskar, í Vesturheimi $3.50. 23

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.