Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 24
DAGUR DAGANNA Friðsæld sunnudagsins var spillt með þessum óhugnanlegu tíðindum: Loftárás hefur verið gerð á Pearl Harbor! Þetta gerðist 7. desember, 1941. Flugfloti óvinavéla hafði laumazt inn yfír eyjuna, sem átti sér einskis ills von. Og þar með var hafin styrjöld, sem kostaði meira en eina milljón mannslíf. Atburðir þessa dags breyttu sögu þjóðar okkar (Bandaríkjanna). Á kyrrlátum hæðum Júdeu, voru einnig nokkrir grunlausir fjárhirðar er líka spurðu úðindi, er ekki einungis breyttu sögu einnar þjóðar, heldur gjörvallri stefnu mannlegrar tilveru. Engill birtist með einfaldan boðskap. Boðskap vonar og eilífs friðar: ,,ég boða yður mikinn fögnuð.” Viðburða þessa dags átti eftir að verða minnzt um langa, langa ókomna tíð. Því að barnið sem fæddist í nokkurra mílna fjarlægð. varð veltiás sögunnar. Þennan dag fæddist Jesús Kristur. E'n þóersrærri dagurí vændum... dagur allra daga. Við sem trúuð erum, lítum til þeirrar stundar þegar kyrrð og friður verður roftn á nýjan leik En að þessu sinni, er hinn gullni lúður gellur og frelsari okkar kcmur aftur. Hann murt ekki koma til fjárhirðanna á hæðunum, eða nl jötunnar 1 Betlchem, heldur til þeirra sem bíða og vænta komu hans. Þetta mun verða dagur daganna. Songs in a Strange Land. Þýtt H. G. Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann meðan hann er nálægur. Jes. 55:6. E.S. „CENTRAL AMERICA”. Fyrir nokkrum árum síðan lagði E.s. Central America af stað frá Kalifornlu, áleiðiks til New York, en bilaði á leiðinni, svo að neyðarmerki var dregið að hún. Loks sáu þeir annað skip nálgast. Þegar það kom nærri þeim, spurði skipstjóri þess: ,,Hvað gengur að?” ,,Vér emm að sökkva. Vertu hjá oss í nótt”, svaraði skipstjórinn á bilaða skipinu. ,,Er ekki bezt, að ég taki farþegana um borð undir eins?” sagði aðkomuskipstjórinn. „Vertu nálægtossí nótt”. hljómaði svarið aftur frá Central America. „Er ekki bezt, að þú látir farþegana koma um borð til mín þegar í stað?” spurði skipstjórinn á aðkomuskipinu. I þriðja sinni bað skipstjórinn á Central America: „Vertu nálægt oss til morguns’ ’. Eftir 11/2 klukkutíma var skip hans sokkið, og hann sjálfur dmkknaður, og flestir þeirra, er á skipinu vom. Auðvitað af þeirri einföldu ástæðu, að hjálpræðinu var hafnað og björgun fyrirlitin, meðan hún stóð til boða. Alveg á sama hátt hafna menn hjálpræði Jesú Krists, sem stendur öllum mönnum til boða. Við Gyðinga sagði Frelsarinn: „Hversu oft hefi ég ekki viljað samansafna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, en þér hafið ekki viljað”. (Lúk. 13,34). GULLKORN Fuglinn er frjáls svo lengi sem hann er í loftinu. En setjir þú fuglinn í vatn, hefur hann glatað frelsi sínu. Fiskurinn er frjáls í vatninu, en leggðu hann upp á sandbakkann og þá mun hann farast. Hann er kominn út af sínu rétta sviði. Þannig er hinn trúaði maður frjáls þegar hann gerir Guðs vilja, og hlýðir boðum Guðs. Þetta er eins eðlilegt svið fyrir guðsbarnið, eins og vatnið er fiskinum eðá loftið fuglinum. 24

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.