Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 3
ÞESSUM JÓLUM GLEYMI ÉG ALDREI Það er einn vetrardagur, sem óafmánlega er greyptur í huga minn. Það var sérstaklega kaldur dagur. Við höfðum um lengri tíma ekki fengið greidd launin okkar, svo að þegar þau komu, nægðu þau ekki fyrir öllum okkar þörfum. Maðurinn minn var mikið að heiman. Hann ferðaðist um og hafði samkomur. Dreng- irnir vom duglegir, en litla Rut, dóttir okkar var ekki svo sterk. Ekkert af okkur átti góð föt. Ég reyndi að bæta fötin til þess að þau entust lengur, en nú var ég að missa hugrekk- ið. Brunnurinn var vatnslaus og vindurinn næddi í gegnum gisna veggina. Safnaðarsystkinin voru vingjarnleg og hjálp- uðu okkur eftir getu, en hver fjölskylda háði sxna baráttu fyrir tilvemnni. Þess vegna byrjaði trúin smámsaman að bresta. Allt frá æsku hafði mér verið kennt að treysta Guði, og ég hélt að ég væri vel æfð í því. Á dimmum dögum hafði ég oft reynt að Guðs fyrirheit vom óhagganleg, og eins og Davíð vissi ég, hver var klettur minn og hæli. Nú hafði ég misst hugrekkið, svo að ég varð hvern dag að biðja Guð að fyrirgefa mér. Vetrarfrakki mannsins míns var alltof þunnur í vetrarkuldanum á hinum mörgu ferðalögum hans. Maturinn varð einfaldari og einfaldari. Og nú vom jólin framundan. Börnin von- uðust eftir jólagjöfum. Drengirnir höfðu bara eina ósk, að fá skauta, því ísinn var skammt frá, traustur og sterkur. Rut hafði komist að því að heimatilbúin tuskudúkka var ekki lengur nógu góð. Og nú var hún farin að biðja Guð um, að gefa sér fallega dúkku t jólagjöf. Þetta virtist alveg vonlaust. Ó, hvað ég óskaði að ég gæti veitt þeim óskir þeirra. Mér fannst Guð vera búinn að yfirgefa okkur, en ég talaði ekki um það við manninn minn. Hann virtist alltaf hafa sama ömgga traustið á Guði. Ég hélt heimilinu svo hreinu sem hægt var og bar fram hina fátæklegu máltíð svo aðgengilega sem frekast var unnt. Daginn fyrir jól var maðurinn minn beðinn um að koma til manns, sem var veikur. í morg- unmat fékk hann aðeins brauðbita, það var allt sem ég átti. Ég lét trefil um hálsinn á honum og reyndi að hvísla eitthvert af fyrirheitum Guðs í eyra hans, en orðin dóu á vömm mínum. Þetta var dimmur og vonlaus dagur. Til þess að þurfa ekki að hlusta á tal barnanna um jólin lét ég þau FERÐ Á EYÐISANDI Einu sinni var trúboði á ferð í Afríku. Leið hans lá yfir eyðisand, þar sem ekkert vatn var að finna. Allan daginn gekk hann yfir hina brenn- andi sandauðn, án dropa vatns til að kæla tungu sína. Þreyttur og örmagna leggst hann til svefns um kvöldið og dreymdi, að hann þóttist sjá rennandi vatnslæki. Aftur og aftur þóttist hann drekka og svala þorstanum. Sjálfan sig taldi hann allra manna sælastan. En hvílík vonbrigði, er hann vaknaði um morguninn og sá, að öll sælan, hvað svaladrykkinn snerti, var ekkert annað en táldraumur. Hann var eins þyrstur, er hann vaknaði, eins og hann var, er hann sofnaði um kvöldið. Líkt þessu fer þeim mönnum, sem ganga syndarinnar veg, sem til glötunar leiðir. Þá dreymir um eilífa sælu, sem þeir aldrei öðlast, um réttlætisskrúða, sem þeir aldrei klæðast í um kórónu, sem aldrei kemur á höfuð þeirra, um himnaríki, sem þeir aldrei sjá. Orð Krists til Nikodemusar gildir fyrir alla: „Maðurinn getur ekki séð Guðsríki, nema hann endurfæðist”.Jóh. 3,3. 3

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.