Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 12
GLEÐINNAR HÁTÍÐ I LUNI 11. alheimsmót Hvítasunnumanna stóð yfir dagana 28. september til 3. október 1976. Undirritaður var þess happs aðnjótandi að sitja mótið sólríka sumardaga frá upphafi. Þátt- takendur voru skráðir fjögur þúsund frá níutíu þjóðlöndum. Við þessa tölu bættust svo samkomugestir, svo alls náðu 10—11 þúsund manns að sitja í samkomunum. 1952 var hliðstætt mót haldið í London og var þá miðpunktur mótsins Central Hall, sem bauð upp áþrjúþúsund sæti. Það hús hefur skráð nafn sitt óafmáanlega á spjöld sögunnar, því þar héldu Sameinuðu þjóðirnar eina af sínum fyrstu samkomum í stríðslok. Nú var þetta hús notað I sem upplýsingamiðstöð, skrifstofur og morgun- I samkomur. Aðalsamkomur mótsins, sem voru að kvöldi dags, voru í Royal Albert Hall, húsið sem J byggt var 1871 og er eitt kunnasta samkomuhús jarðarinnar. Það var upphaflega byggt með 6 I svölum og 11 þúsund sætum. Húsið er I hringlaga og í því er eitt stærsta pípuorgel 1 Evrópu. Auk svalanna, er mynda hring um allt 1 húsið, þá eru þarna ýmsar aukastúkur og hvert I sæti númerað. Konungsfjölskyldan hefur sína \ stúku. Við 7 fslendingar er sóttum mótið fengum stúku milli konungsstúkunnar og ^ 12

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.