Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 16
á sama hátt og Atlantshafið getur ekki starfað án straumanna sem hreinsa vatnið frá öllum óhreinindum sem útfallið ber með sér. Spámaðurinn Habakúk var einu sinni meðal fólks, sem hafði fengið mikla blessun frá Guði, en samt misst sinn andlega kraft, og hann hrópaði: ,,Herra, endurnýja verk þitt áður en mörg ár líða! ’ ’ Þetta er hróp frá hjörtum margra í dag um' allan heim. Horfín vakning er okkar stærsti söknuður. Vakning er mesta þörf heimsins. Við þörfnumst vakningar, — hinnar kristnu trúar, vakningar reynslu hins kristna, vakningar Guðsvitundarinnar. Það mun koma til að starfa að nýju. Guð hefur lofað, að ef hans fólk leitar auglitis hans, ef það á ný leitar auglitis hans, ef það að nýju kemst að raun um að Guð er heilagur, raunverulegur alvaldur, og persónulegur, þá mun þessi sannleikur verða fluttur alheimi, og vakningi'n mun brjótast út. Þá mun starfað á nýjan hátt. Þeir kristnu munu hvattir til að fyllast af Andanum. Jóhannes skírari sagði um Krist: Hann mun sktra yður með Heilögum Anda og eldi. Það er eitt að vera fæddur af Guði og annað að vera tendraður af Guði. Ég er sannfærður um, að það er möguleiki fyrir hvert Guðsbarn, að verða fyllt af eldi Guðs, — að í andlegri merkingu verða líkur brenn- andi þyrnirunnanum, sem Móses sá á eyðimörk- inni brenna af eldi Guðs. Orðið kennir oss, að þetta er vilji Guðs með þig, — að vera brenn- andi af Guðdómlegum eldi dýrðarinnar. Ef þú trúir og tekur á móti í einlægni, getur þú séð Guðdómlegan vilja Jesú, og eldur Heilags Anda mun fylla líf þitt og leiða þig inn í stærri sigra og gleði, sem þú hefur aidrei áður fengið að reyna. Fel líf þitt Kristi í dag, svo vakningin sem h'eimurinn þarfnast, byrji í þér. Niðurstaða vísinda. BÆN ER HEILSUBÓT! Bænasamkomur, — rugl, vitleysa, eitthvað fyrir gamaltfólk og skrítið! Þannig ekki einungis hugsa margir, heldur hefur verið talað þannig. Sænskir sálfræðingar hafa gert gagntækar rannsóknir á bænum og bænalífi. Blaðið ,,Dagen” í Stockhólmi birtir grein um þetta 1. októbers.l. Bæði sálfræðingar og prófessorar við háskólann í Gautaborg, hafakunngertniðurstöður sínar. Þær eru þessar: Eldra fólk er stundar bænalíf, eldist síðurogseinnaen aðrir. Það erþví fegrunarbót og yngingalyf, að biðja og ákalla Drottinn. Ekki einungis fyrir svefn, eða að morgni í heimili sínu, heldur sækja almennar bænaguðsþjónustur í kirkjum og samkomuhúsum. Bæninageturfólk iðkaðstandandi, sitjandi og 16

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.