Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 23
WESLEY 1ÖGUM ANDA tilfelli af móðursýki og flogaveiki, en í mörgu falli var ekki hægt að líkja því við þetta”. Og hann heldur áfram: ,,Ég bað strax Guð að hindra veikbyggðar sálir frá að hneykslast. ,,Frú ein varð mjög örg í skapi yfir hegðun fólksins og vildi meina, að það gæti haldið aftur af sér, ef það bara vildi. Hún gekk nokkur skref og féll síðan skyndilega til jarðar og engdist þar sundur og saman í mikilli angist, eins og hinir.” John Wesley hafði reyndar þekkingu og reynslu á lyfjasviðinu. En þrátt fyrir það var honum ljóst að Guð gæti læknað fyrir trúarbæn án læknisfræðilegrar aðgerðar. í mörg skipti áttu sér stað lækningar í þjónustu hans, sem og einnig stendur skrifað í dagbók hans. ► Hann skrifaði umjak. 5. 14—15: ,,Það lítur útfyrirað sú gjöf, sem Kristur veitti lærisveinum sínum í Mark. 6, 13... hafi verið ákvörðun til að vera ætíð viðvarandi, og að Jakob hvatti öldungana öðrum fremur til þess að notfæra sér þetta. Þetta var eina þjónustan af læknislistinni í söfnuðinum, þar til það glataðist vegna vantrúar. ,, Auk sársauka í hrygg og höfði og viðvarandi hitasóttar, fékk ég miklar hóstakviður í sama mund og ég ætlaði að fara að taia, svo að ég kom því nær engu orði upp. Á sama augnabliki kom mér greinilega til hugar. ,,Þessi tákn skulu fylgja þeim sem trúa,” Mark. (16.17). Ég hrópaði hátt til Jesú, að hann styrkti trú mína og staðfesti náðarorð sitt. Meðan ég talaði hvarf sársaukinn, hitinn fór úr mér, líkamsþrótturinn kom aftur til baka og í fleiri vikur fann ég hvorki til veikleika né sársauka”. (10. maí 1741). Tómas B. lá fyrir dauðanum vegna illkynjaðs kviðslits. Meðan þeir báðu fyrir honum í vinahópi, öðlaðist hann fullkomana heilsu” (2. maí 1767). John Wesley ,,Mary Speciah læknaðist á einu augnabliki af mörgum kýlum í brjósti, sem svar við bæn. Hér er sterk sönnun. Hún var sjúk, hún er heilbrigð, og það skeði á einu andartaki. Hver getur án blygðunar neitað því?” (27. desember 1767). ,,Lækningaundur, sem var sérstakt, gerðist á frú Jones. í tvo mánuði hafði hún legið hjálparlaus og vonlaus í rúmi sínu, með miklar þjáningar í holinu. Hún læknaðist á sama augnabliki og veikindi hennar voru lögð fram fyrir Drottin í bæn.” Wesley skrifar um þetta : dagbók sína (7. október 1790). Ég held að Drottinn hafi ekki gert áþreifanlegra undur, jafnvel ekki á sínum hérvistardögum. Leonard Steiner í bókinni: ,,Þessi tákn skulu fylgja þeim sem trúa”. Þýtt úrKorsets Seier, Garðar Loftsson. 23

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.