Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 30

Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 30
Bóndans mörg er búmannsraunin, bitur frost og nepjuhríð. Oft og tíðum lítil launin langrar vinnu ár og síð. Þetta reynsla pín var, Ormur, þrekið margoft reyndi á þegar œddi stríður stormur stórhríðar um land og sjá. Ormar Grímsson Kletti, Geiradal. Fœddur 7. maí 1892 Dáinn 27. apríl 1979 Hœtt er vinnuhöndin, lúin, holdið hvílist striti frá. Sá/in lifir, segir trúin, sœlu nýtur Guði hjá. Þínir niðjar þakkir fcera, þér og líka sakna þín. En þín lifir minning mœra mörgum hjá, uns œvin dvín. Kveðja frá aðstandendum. S.G.J. Bóndinn verður búi að sinna bœði sumar, vor og haust. Ekki má hans umsjá linna, úti þótt sé bylsins raust. Seinna koma sumardagar, sólskin, blíða, mildur blœr, grœnkar túnið, gróa hagar, glampar Breiðafjarðar sœr. Oft var lesin bókin besta biblían og síðan kennt, börnum það, sem best má henta, bœnir, vers, erþeim var hent. Aftureldingu er ljúft að birta þetta erfiljóð eftir Sæmund G. Jóhannesson ritstjóra um Orm Gríms- son. Þess skal getið að Ormur heitinn kom, aðeins nokkrum dögum fyrir andlát sitt, á afgreiðslu Aft- ureldingar og greiddi blaðið. Átti hann samtal við ritstjórann um Jesúm Krist, sem endaði með bænastund. Kom þar fram einlæg trú Ormars heit- ins á Jesúm Krist og treysti Ormar honum einum fyrir sáluhjálp sinni. Slík stund verður ritstjóranum ógleymanleg. Því fáum dögum síðar var Ormur heitinn kallaður á Drottins fund. Blaðið þakkar Ormari vinsemd og traust og biður eftirlifandi börnum og aðstandendum blessunar Drottins. Jesús Skírir í Heilögum Anda Framhald af bls. 19 nema þeir veiti Kristi viðtöku sem frelsara sínum, gefur hún glöggt til kynna, að einungis þeir sem endurfæddir eru til lifandi trúar á Jesúm Krist geti skírst í Heilögum Anda. Þegar við reyndum aftur- hvarfið, fæddumst við af Andanum. Þegar við eignumst skírn í Heilögum Anda, fyll- umst við af Andanum. Ekki eru allir sem fæddir eru af Andanum, fylltir af Andanum. Jóhannes skírari talar einmitt um þetta í Matteus 3;11. „Ég skíri yður með vatni til iðrunar þ.e.a.s. afturhvarfs, en sá er mér máttkari sem kemur á eftir mér... . hann mun skíra yður með Heilögum Anda og eldi“. Hér má greinilega sjá, að iðrun, afturhvarf og þar á eftir skím í Heilögum Anda, eru tvær aðskildar reynslur. Um þetta segir guðfræðingurinn og vakningar- predikarinn heimskunni, dr. Ruben A. Torrey, svo; 30

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.