Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 6
Hvað gerist á dauðastund? Þeíta er ein af ágengustu essor i lœknisfrœði, hefur Eftir 116 viðtöl og funtn spurningum mannsand- unnið að vísindalegum ára rannsóknir hefur dr. ans. Michael Sabom. rannsóknum á kynnum Sabom þettaað segja: þekktur bandarískur sjúk/inga sinna af lífi eftir hjartasérfrœðingur og próf- dauðann. — Ég er sanni'ærður um að þær skoðanir sem ég hafði á þess- um efnum voru rangar. Áður var dr. Sabom nefnilega mjög vantrúaðurá Irásagnir fólks af lífi eftirdauðann. Þegar hann hóf rannsóknir sínar ákvað hann að vinna kerf- isbundið og án allra hleypidóma. Sömu spurningarnar voru lagðar fyriralla sjúklingana og var þeim leyndur tilgangur rannsóknanna. Hjá 75% þeirra sem spurðir voru, var hjartað hætt að slá, þegar þeir reyndu þetta. Surnir höfðu m.a.s. verið úrskurðaðir látnir. 40% þeirra sem spurðir voru mundu greinilega eftir reynslu sinni af dauðanum. Einn af hverjum þrem hafði fundist hann yfirgefa líkamann og svífa yfir skurðarborðinu upp undir lofti og horft á eigin líkama. U.þ.b. helmingur þeirra sem spurðir voru höfðu reynt um- breytingu sem fólst í því að þeir l'óru á miklum hraða gegnum þröng göng mót skínandi björtu Ijósi. Það sem furðaði dr. Sabom allra mest var að allir þeir sem spurðir voru höfðu reynt hið sama, — eigin dauða, og fundið sterkt að þessi reynsla var raun- veruleg. „Hún var raunverulegri en lífíð," sagði einn. — Ég hef ekki notfært mér þessar reynslur, í rannsóknum mínum, til að vitna með eða móti lífi eftir dauðann. Ég trúi því að þetta gerist á dauða- stundu, þegar fólkið er að ganga inn í það sem við skilgreinum sem líkamlegan dauða, og ekki er hægt að snúa aftur frá og deila með öðrum. Mín skoðun er sú að þessar reynslur séu mjög raunverulegar og geti bent til þess að það finnist einhvers kon- ar framhaldslíf eftir að hérvistar dögumokkarlíkur. — Annars er líf eftir dauðann mjög erfitt viðfangsefni, vísinda- lega séð. Ef gengið er út frá vís- indalegum sjónarmiðum telur meirihluti lækna og vísinda- manna að dauðinn sé ástand sem ekki er hægt að snúa aftur frá. Þar af leiðir að ekki er hægt að rannsaka reynslur fólks af dauð- anum. — Geta vísindamenn fú ekki varpað skýrara Ijósi á spurning- una. hvort tilsé líf eftir dauðann? ■— Við getum aðeins rannsak- að reynslur l'ólks, sem hefur komist mjög nærri líkamlegum dauða. Ef það er rétt, sem ég leiði getur að í bók minni, að á dauða- stundinni verði aðskilnaður hins líkamlega og andlega hluta mannsins, er spurningin sú hvað verður um andlega hlutann þeg- ar hinn líkamlegi ergenginn sinn veg. — Þú nefnir i hók þinni fólk sem hefur upplifað þessa hluli og álntga verðar frásagnir þess. — Já, mér er sérstaklega minnisstætt þegar einn sjúklinga minna missti meðvitund í mót- tökusalnum og upplifði að með- vitund hans skildi sig frá líkam- anum. Að ofan gat hann fylgst með lífgunartilraunum á sjálfum sér. Síðar gat hann greint í smá- atriðum hverju fram fór í sjúkra- stofunni meðan hann var með- vitundarlaus.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.