Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 7
n Hann gat m.a. greint frá því hvernig við bárum okkur að þeg- ar við gáfum honum raflost. Hann sá mælana og hreyfingar þeirra þegar við hlóðum tækið og sagði okkur hvað hvert okkar gerði meðan á lífgunartilraunum stóð. Þessi sjúklingur fór í hjarta- skurðaðgerð því hann hafði feng- ið alvarlegt hjartaáfall. — Á meðan á aðgerðinni stóð upplifði ég al'tur aðskilnað við líkamann og gat fylgsl með að- gerðinni ofanfrá, sagði hann. Ég bað hann að greina frá smáatrið- um, og hann gat lýst lið fyrir lið hvernig uppskurðurinn gekk fyr- ir sig. Síðan bárum við lýsingu hans saman við staðreyndir og allt sem hann sagði stóðst. Ég á erfitt með að útskýra hvernig fólk getur reynt slíka hluti. Sjálfur hef ég reynt að setja mig inn í þetta og finna eðlilega skýringu á því hvernig væri mögulegt að greina svo nákvæm- lega frá atburðarásinni nema að greina hana utanfrá. Ég hef ekki fundið neina áþreifanlega skýr- ingu aðra en þá að fylgst sé með atburðarásinni að ofan. Þetta bendirá þann möguleika að þegar dauðaferlið á sér stað í okkur, þá verði aðskilnaður lík- amlegs og andlegs hluta okkar, sem gerir okkur kleift að heyra og sjá, i nýrri vídd. Ég hef bent á þennan möguleika í bók minni „Recollections of Death." Annað stig í þcssum reynslum er þegar fólk sem misst hel'ur meðvitund, flyst á myrkvað til- verustig, annaðhvort eftir að hjartað er hætt að slá, eða af öðrum ástæðum. Stundum finnst því það fara í gegnum myrk göng með skæru ljósi í öðrum endanum. Það flýtir sér móti þessu ljósi og fagurt um- hverfi opnast fyrir því. Margir segjast hafa hitt fyrir vini og kunningja. Og oft er það samfara þessu að einhver kemur með boðskap um að tími við- komandi sé ekki inni og því verði hann að snúa við. Það næsta sem hann veit af, er að hann eraftur kominn í líkamann og snúinn til fyrra lífs. Stundum kemur fyrirað fólk reynir hvoru- tveggja, aðskilnað frá líkaman- um, þar sem fólkið sér sjálft sig liggja meðvitundarlaust og göng- in sem minnst var á, hér að ofan. — Rannsóknir þinar sýna að trúarlegur bakgrunnur sjúkling- anna spilar ekki á nokkurn þátt inn i þessar reynslur. — Þegar ég hóf þcssar rann- sóknir, hélt ég að það væru bara trúarofstækismenn sem upplifðu slíkt. En ég komst að því að trúarlcgur bakgrunnur þeirra og kirkjusókn hafði engin áhrif þar á. Það sannar kannski að við höfum ekki stjórn á því sem ger- ist í andarslitrunum. — Hver og einn verður að hafa sínar eigin skoðanir á þess- um hlutum og hvaða ályktanir hann dregur af þeim fyrir sig og sitt líf. Sjálfur spyr ég: Hvað tekur við eftir dauðann? Ég er sjálfur krist- inn og trúi því mjög eindregið að til sé framhaldslíf. Ég trúi því að þessar mínútur sem þetta dauðaferli á sér stað séu mjög viðburðaríkur tími. Maður fellur ekki bara í djúpan svefn, eins og við höldum svo oft, heldur förum við eitthvert og upplifum eitthvað. Þessar reynslureru mjög þýðingarmikl- ar. Þær eru skýrar og raunveru- legar. Dauðinn er því virkt ástand en ekki bara tóm. — Hvers vegna er Jjöldi fólks sém ekki vill viðurkenna að til sé liféftir dauðann? Nú veit ég ekki. Sjálfur hef ég alltaf trúað á framhaldslíf, hjá Framhaldábls. 23 « Dr. Sabom ásamt einum sjúklingasinna.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.