Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 9
veröldiri vaeri iiý!" efnum. Ég man að þegar ég gifti mig, þá hafði presturinn tölu- verð áhrif á mig í trúarlegu tilliti, einnig varð ég fyrir trúarlegum áhrifum þegar dóttir mín var skírð. Ég fann að ég var kominn með ábyrgð. Svo gerðist það að fólk, sem ég var tengdur fór að tala við mig um andleg mál. Það spurði mig álits á þessu og hinu. Mér varð fátt um svör og til að kynna mér þetta betur, þá fór ég að lesa. Ég las marga vitnisburði, bækur eft- ir Kathrynu Kuhlman, „Kross- inn og hnífsblaðið“, „Lifandi orð“ í enskri útgáfu og ýmislégt fleira. Svo var það á föstudagseftir- miðdegi að ég lagði mig heima með bók í hönd. Ég hætti að lesa og fór að hugsa um Krist, þá allt í einu brast ég í grát. Ég fann að ég var brotlegur og fékk rnjög sterka syndameðvitund. í hjarta mínu steig upp bæn um fyrirgefningu. Á nokkrum sekúndum breyttist sorgin í gleði og ég fann að mér var fyrirgefið. Það laukst skyndi- lega upp fyrir mér að dæmið gengur upp. — Jesús er Kristur og allt sem hann gerði var verk Guðs. Ég kallaði á konuna mína og sagði henni frá þessu, því þetta hafði mjög djúptæk áhrif á mig, og það var reyndar ekki fyrr en síðar að ég skynjaði til fulls hvað í rauninni hafði gerst. Þetta var einhvers konar opinberun, ég sannfærðist um að fagnaðarerindið er satt. Hinn upprisni Drottinn mætti mér í þessari reynslu. Mér fannst ég hafa vitund um fyrirgefningu Guðs, vera Guðs- barn, ég átti frið við Guð. Af- staða mín til lífsins var breytt og eftir þetta fannst mér hin hálf- volga dauða trú harla lítils virði. Þannig var mín afturhvarfs- reynsla. Líf mitt breyttist og tók nýja stefnu. Það kom oft fyrir að ég væri spurður hvort eitthvað hefði komið fyrir mig. Hvort ég hafi verið mikið í drykkju eða annars konar erfiðleikum, sem hafi knúið mig til trúar. Það gerist sem betur fer oft að fólk leitar til trúarinnar í erfið- leikum, en þannig var ekki rneð mig. Ég taldi mig nokkuð sælan með lífið, var nýfluttur inn í nýtt einbýlishús, átti dafnandi fyrir- tæki, hafði góða heilsu og þénaði vel, — en það varekki nóg. Það vaknaði strax þörf fyrir að næra og örva þessa nývöknuðu trú. Ég fór á samkomur, til dæm- is man ég eftir einu skipti þegar ég fór á Her. Ég var hálf feiminn við að koma þangað, norskir krakkar voru að vitna og syngja, húsið var fullt. Ég fékk mér sæti aftast í tröppunum við hlið konu. Þegar var farið að biðja tautaði hún alltaf eitthvað. Ég skildi ekki hví konan gat ekki þagað, meðan maðurinn var að biðja. Ég var svo óvanur öllu slíku. Samtökin Ungt fólk með hlut- verk voru í mótun um þessar mundir og okkur hjónunuin var boðið að koma og hlusta á norsk- an mann, Eivind Fröen. Ég fór norður í land í viðskiptaerind- um, en konan mín fór á sam- komu í Grensáskirkju og þar öðlaðist hún sömu reynslu og ég stuttu áður, í sama mánuði. Okkur fannst við þurfa að grundvalla trú okkar og gefa okkur tíma til að fræðast og læra. Við ákváðum því að fara á biblíuskóla í Englandi, þar sem nokkrir Islendingar höfðu verið á undan okkur. Þarna vorum við í þrjá rnánuði með þrjú börn. Þegar við komum heint varð ég var við að fólk tók hálf hikandi undir kveðju mína. Það taldi augljóslega að eitthvað mjög alvarlegt hefði komið fyrir mig! Við vorum staðráðin í að halda áfrant á söntu braut og notuðum næsta hálfa árið til að koma málum okkar á hreint hér heima. Ég seldi fyrirtækið og lagði niður fyrri störf, við leigð-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.