Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 13
hyglin á að beinast að Jesú. Tákn til trúar. Þess vegna tel ég að náðargjaf- ir, tákn og undur eigi að vera þáttur í lífi hverrar kirkju. Þetta á að fara saman. Þetta kemur þegar menn kalla eftir því. Mað- ur á að kalla eftir náðargáfum og við sjáum aftur og aftur í Post- ulasögunni hvernig lærisveinar Krists tendrast aftur og aftur af andanum og fá kraft. Við sjáum hvernig postularnir báðu eftir ofsóknirnar (Post. 4. kafli), þeir báðu Drottin um að rétta út hönd sína til að gera kraftaverk. Drottinn gerðu kraftaverk! Eftir þessa bæn hrærðist staðurinn og þeir fyllt- ust andanum og töluðu af djörf- ung. Þetta var eftir hvítasunnu, tökum eftir því. Þeir kalla eftir þessu og þeir verða fyrir reynslu, þeir lif'a i djörfung. Á þessu byggi ég það að skím í andanum er ekki bara reynsla, sem þú verður fyrir einu sinni, heldur miklu freinur eitthvað viðvarandi, sem þú reynir í daglegu lífi þínu með Guði, eins konar lífsmáti — ný tengsl við Guð. „Náðargáfur eru ekki eig- inleikar, heldur beinar gjafir Guðs. Drotlinn, Guð kailar okkur til helgunar — til að !ifa i samfélagi við sig. 1 því samfélagi lesum við Orð hans og ihugum það — hlustum á rödd hans tala til okkar á hljöðri stund. íbceninni tjáum við okkur gagnvart Guði i lofgjörð og þökk. Við berum fram ákall. bœnir, fyrirbænir og þakkargjörð fyrir öllum mönnum (I. tim 2:1) ogscekj- umst eftir að vera söfnuði hans til gagns. Þess vegna sækjumst við eftir náðargáf- um Guðs." Tilvitnun í lokaritgeró Sr. Amar Bárðar Jónssonar til guðfncðiprófs, „Nádargjafir."

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.