Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 14
Lokaritgerð Sr. Arnar Bárðar Jónssonar til guðfræðiprófs fjall- ar um „Ná<)argjafir“. Margt í ritgerðinni vakti athygli blaða- inanns Aftureldingar og var höf- undur beðinn að skýra fáein atriði nánar. Hófundur varpar fram spurn- ingu: ,,Er hugsanlegl að kirkjan ta/i aðeins um Andann íjátning- um og kennisetningum, en hafni í raun krafti og virkni hans?" ÖBJ: Ég vil vitna um Jesú Krist og vitna um reynslu af lif- anda Guði, hann er virkur. And- inn er alvörumál. Þegar ég bið og kalla eftir því, sem postularnir gerðu, kraftaverkum og undrum, þá vænti ég þess að það gerist. Mér finnst þetta megi vera í rík- ara mæli í kirkjunni. Djörfung til Guðs. Ég vil kcnna mönnum að kalla eftir slíku, lifa í þessari játningu að kennisetningarnar raungerist í lífi okkar. Mér finnst alveg óhætt að leggja málin í hendur Guðs. Ég bið hann að lækna hinn sjúka, leysa vanda. Hvort það gerist eða ekki er utan míns verksviðs eða umráðasviðs. „Kristur gengur enn um á jöröu. Ilann lifir í kirkjtt sinni og „birtist" þar m.a. i náöargjöfun- um. Virkni hans kemur þar fram." ÖBJ: Ég tel að náðargjafirnar séu tákn til trúar, og táknin voru notuð í lífi Krists til að kalla menn til trúar. Því hljóta náðar- gjafir, sem virka í reynd, að sýna skarpari myndaf Kristi. „Hver kynslóð stendur frammi fyrir Guöi og er ísjálfu sér hvorki nœr honum né fjœr en aörar kynslóðir." AF: Stóðu ekki samtímamenn Krists nær Guði en nútíma- menn? ÖBJ: Kristurer lifandi á sama hátt og þá, þ.e.a.s. hann lifir í anda sínum og birtist meðal annars í orði sínu. Stundum seg- ir fólk sem svo: En hvað það hefði verið gaman að vera uppi samtímis Jesú. Sjá kraftaverkin og allt það. En veistu, samtíma- menn hans áttu ekkert auðveld- ara með að trúa en við. Þeir voru í sömu sporum og við, þeir efuð- ust og sumir höfnuðu honum. Guðspjöllin sýna að lærisvein- arnir voru reikulir, Pétur játaði að Jesús væri Kristur, en samt voru þeir alltaf í einhverjum efa- semdarvandræðum. Þegar Jesús var krossfestur þá yfirgáfu hann allir. Þeir voru menn eins og við. Ég vil meina að reynsla okkar af Kristi sé jafn ekta og reynsla samtíðarmanna hans af honum. Hann er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Myndir og texti: Guðni Einarsson.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.