Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 15
Hann heyrði rödd... Paul E. Ilutscíl trúboði greinir frá* Fyrir 17 árumfór ég í ógleymanlega ,jlugferð. “ Ferða- lög eru nátengd starfi minu og i þeim hef ég oft fengið að reyna hvernig engill Drottins hefur varðveitt mig og leitt úr erfiðleikum og ha’ttum. Fyrrgreind flugferð er áþreif- anlegt dœmi þess. Það var árið ’68 að ég sat fyrstu kristniboðsráðstefnu sem haldin var í Suður-Ameríku. Convair 990 breiðþota Aero Peru-flugfélagsins var tekin á leigu og flogið með ráðstefnu- gesti frá Brasilíu, Paraguay og Uruguay til Bogota í Colombiu, þarsem ráðstefnan var haldin. Að ráðstefnunni lokinni var stigið um borð í flugvélina sem átti að flytja okkur til daglegra starfa. Vélin ók út á enda flug- brautarinnar án þess að heíja sig til flugs. Flugstjóri vélarinnartil- kynnti að hann yrði að snúa aft- ur til flugstöðvarbyggingarinnar. Tuttugu mínútum síðar var hafist handa við flugtak en enn á ný venti flugstjórinn vélinni og ók í átt að flugstöðvarbygging- unni. Hann bað farþegana að yfirgefa vélina og ganga inn í flugstöðvarbygginguna og snæða þar hádegisverð. Mér lá hugur á að vita hvað gerst hafði og hélt því kyrru fyrir í sætinu. Þegar flugstjórinn gekk út úr llugklefanum spurði ég hann hvað hefði staðið í vegi fyr- irflugtaki. Hann svaraði þessu til: — Þegar við þeygðum inn á flugbrautina, heyrði ég rödd sem sagði mér að vélin væri ofhlaðin og því ætti ég ekki að hefja flug- tak. Eg hafði samband við flug- turn og fékk þær upplýsingar að vélin væri langt undir leyfilegum hleðslumörkum (Bogota liggur rúmlega 8.000 fet yfir sjávarmáli og því er mikil hætta samfara yfirvigt í flugtaki). Röddin var svo greinileg að ég bað um að þyngdin væri athuguð aftur. Þess vegna snéri ég í átt til flugstöðvarbyggingarinnar fyrra sinnið. í Ijós kom að þyngd vél- arinnar var sjö tonnum yFir leyfdegu hámarki og var ákveðið að losa jafnmörg tonn af vara- eldsneytisbirgðum vélarinnar. Svo beygðum við inn á flug- brautina öðru sinni og þá heyrð- ist röddin aftur. I þetta sinn blikkaði aðvörunarljós sem gaf til kynna að eldsneyti væri kom- ið í vængendana. Þrátt fyrir harðorð mótmæli flugstjórnar neitaði ég að hefja flugtak fyrr en eldsneytisbirgðir höfðu verið kannaðar. Ég var að frétta rétt í þessu að í stað þess að losa sjö tonn af vara- eldsneyti var sjö tonnum bætt á! Ég spurði flugstjórann hvort hann vissi hverjir farþegar hans væru. Hann svaraði því neitandi. Þá sagði ég honum að við værum allir prédikarar og trúboðar. Ég spurði hann því næst hvað hefði hugsanlega gerst hefði hann reynt flugtak. Hann svaraði til að við hefðum þá rekist á fjallgarð- inn gegnt enda flugbrautarinnar. — Satan vildi deyða alla þjóna Guðs í þessari þotu, sagði ég, en Guð er máttugri en Satan. Það var rödd Guðs sem þú heyrðir og sem sagði þér að heíja ekki flugtak. Flugstjórinn sagði mérað und- anfarið hefði hann tekið þátt í kristilegum bænasamkomum. — Heldur þú að það hafi haft einhver áhrif á það sem héma gerðist, spurði hann. — Já svaraði ég. Nú hefur þú heyrt rödd Drottins. Hann vill tala við þig. Ég er feginn því að hann hlýddi þessari raust. M.Æ. tók saman

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.