Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 18
frumueiturs-meðferð og mér finnst ég eins og úttroðinn heypoki. Líkaminn er undirlagð- ur bjúg, þó sérstaklega efri hluti hans. Það er engu líkara en að ég hafi verið húðstrýkt. Ég á erfitt með andardrátt, hálsinn er stífur. Það er eins og ég iði öll. Hreyfi ég mig er sem ég skjálfi öll hið innra og hjartað hamast og slæst. Einmitt þessa tvo til þrjá daga eru eftirköst meðferðarinnar hvað verst, en það veit Clary Maria náttúrlega ekki. Á yfir- borðinu er ekki að sjá neina breytingu. Ég er kannski lítið eitt fölari en áður og ligg meira fyrir. Ef hún bara vissi hvernig mér líður! Það er þó gott að eitt þarnanna er þetta fullorðið. Ég tek á öllu sem ég á og brosi til hennar. Það tekst ekki sem skyldi. Hún finnur að ég hef ekki svar við spumingu hennar. Einmitt þessa dagana finnst mér ég upplifa síðasta sumarið. En svo læt ég skynsemina ráða því ég veit að eftir nokkrar vikur leik ég á alls oddi. Þá er líkaminn búinn að byggja sig aftur upp og ég hef stórkostlega viku til umráða áður en næsta meðferð hefst. Við Clary byrjum að tala um lífið. Því má líkja við bók. Sumar bækur eru þykkar og Iangar, aðrar þynnri og styttri en ekki verri fyrir það. Gæði bóka fara ekki eftir lengd . . . það sem er sameiginlegt þeim öllum eru kaflaskilin. Líf okkar er samsett af köflum, ólíkum af innihaldi, en sem hver og einn er hluti heildarinnar. Ef við erum aðeins upptekin af kaflanum á undan njótum við ekki sem skyldi þess kafla sem við erum í hverju sinni. Við verðum vonsvikin og förum á mis við fegurð þess sem er. Fjölskylda okkar er byrjuð á nýjum kafla, frábrugðnum hinum fyrri, en hann getur orðið góður og efnismikill. Einhver sagði eitt sinn að það skipti ekki meginmáli hvað mætti okkur í lífinu, heldur hvernig við mætum því sem mætir okkur. Ég og fjölskylda mín litum á þennan nýja kafla sem áskorun. Við skrifum hann í sameiningu frá orði til orðs á hrein og ónotuð blöð. Ég tek eftir því hvernig yngsta dóttir okkar, Rakel sem er sjö ára, virðir mig fyrir sér þar sem hún situr við matarborðið. Ég læt sem ég sjái það ekki, en skyndilega leggur hún frá sér brauðsneiðina og gengur í áttina til mín. Hún fer að klappa mér varlega á kinnina — næstum eins og hún óttist að klappi hún mér fastar detti ég í sundur. Við horf- umst í augu, síðan tekur hún sér aftur sæti við matarborðið. Ég velti því fyrir mér hvaða hugs- anir hafi farið um þetta ljósa höfuð, en ég læt þess óspurt. Stundin er of þrungin spennu til að nokkurt okkar segi orð. Fyrir nokkrum mánuðum hefði einn poki af lakkrísreimum verið allra meina bót en nú skildi ég að þessi litla manneskja hafði þroskast við veikindi mín og öðlast meiri skilning á sönnum lífsverðmætum en flestir jafn- aldrarhennar. Aðeins sjö ára gömul. „Ég vona að þú lifir í þrjú ár enn. Þá verður Rakel orðin tíu ára og ekki lengur smábarn.“ Það var heimspeki Elísabetar sem þarna fékk útrás. Mér finnast öll börnin okkar ung. En börn sem búa við öryggi, hafa stórkostlega aðlögunarhæfi- leika. Hvernig gat ég tryggt öryggi barnanna minna undir þessum nýju kringumstæðum? Elísabet kom hlaupandi inn í eldhús til mín. Hún hafði verið að horfa á sjónvarpsþátt þar sem m.a. var sýnt frá jarðarför. Hún var grafalvarleg, horfði á mig með svörtum spurulum augum og sagði síðan hvellt, „Mamma, verður þú nokkuð leið þó ég komi ekki í jarðarförina þína? Það er eitthvað svo óhugnanlegt við jarðarfarir, ég bara get ekki farið!“ Þetta var svo grátlegt og broslegt í senn að ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða brosa — éggerði þó hvorugt. Þessi 1 I ára dóttir mín hafði aldrei verið viðstödd jarðarför. Afi hennar og amma dóu á meðan við bjuggum í Tailandi. Vissulega grét hún af sorg þegar hún frétti lát ömmu sinnar en hún hafði alltaf verið svo Iangt í burtu. Elísabet kæmi mest til að sakna vinalegu bréfanna sem amma skrifaði, næstum ólæsileg, því að amma var lömuð í hægri hendi. Hún var bundin við hjólastól í tíu ár og þráði að „fara heim“, eins og hún orðaði það. Amma var 83 ára þegar hún fékk óskina uppfyllta. Þá var hún til- búin að „fara heim.“ Ég er ekki nema 38 ára, á fjögur lítil börn og elska HFið. Það gleður mig að foreldrar mínir og tengdaforeldrar þurftu ekki að frétta af sjúkdómi mínum. Þar sem þeir eru núna eru engar áhyggjur — engir sjúk- dómar — þargilda aðrarreglur. Nú var rétti tíminn til að ræða jarðarförina við Elísabetu. Hvað var það sem var látið síga ofan í jörðina? Aðeins líkaminn, hinn sjúki líkami. Andinn var þegar „kominn heim“ eins og andi ömmu. Framhald í næsta blaði!

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.