Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 20
Dr. Þórir Kr. Þórðarsoni LKvarpserindi írá 19. janiíar 1985 I verjir voru Essenar? Essenar voru Gyðingar sem bjuggu í klaustrum, samfélögum eða e.k. kommúnum í Palestínu á tímabilinu frá um 150 f.Kr. og langt fram á l.öld e. Kr. Áður var ekkert annað um þá vitað en það sem stendur hjá þrem sagna- riturum í fomöld (Jósefusi, Pliniusi og Filoni). Þeir voru einn af flokkum gyðingdómsins, en allir kannast við aðra flokka svo sem saddúkea, farísea og selóta. í ársbyrjun 1947 fundust merk hebresk handrit í helli vestur af Dauðahafinu, og næsta áratug þaráeftirfannst urmull handrita og handritabrota í öðrum hellum á þessu svæði. Þarna eru rústir, sem Arabar nefndu Khirbet Qumran, og þegar þær voru grafnar upp á árunum 1953 — 56, kom í ljós að þar höfðu búið klaustursmenn þeir er handritin höfðu skrifað. Árið 68 e.Kr. eyddu Rómverjar klaustrið og íbúar þess tvístruðust. Sumir tóku sér bólfestu í hellum skammt frá eins og rannsóknir sýna. Handritin sem fundust í hellis- skútum í snarbröttum kalk- Dr. Þórir Kr. Þórðarson er próf- essor í Gamla testa- mentisfrxðum við Háskóla íslands. steinshlíðum óbyggðanna vestur af Dauðahafinu eru annars vegar biblíuhandrit og hinsvegar rit sem samin voru af klausturs- mönnum. Af innihaldi þeirra fæst býsna glögg mynd af munk- lífi og kenningum og trú Qumr- anmanna, og svipar þeim mjög til Essena, eins og við þekktum þá áður en handritin fundust. Eru því nær allir fræðimenn þeirrar skoðunar, að Qumran- menn hafi verið Essenar. Þótt mikilvægt sé fyrir biblíu- rannsóknirað fá í hendur biblíu- texta sem eru um 1000 árum eldri en elstu handrit sem áður voru þekkt, er samt gildi hand- ritafundarins við Dauðahafið fyrst og fremst fólgið í því að hann varpar skæru ljósi á eitt mesta örlagaskeið mannkyns- sögunnar þ.e. frá tíma Makkabea til I. aldar eftir Krists burð. Tímabil sem varáður lítt þekkt. Qumranmenn, og þá væntan- lega Essenar, voru prestslegur flokkur sem iðkaði lærð, prestleg fræði sem nefnast apokalýptik og eru af sama toga og Opinberun- arbók Jóhannesar í Nýja testa- mentinu (minna má á skýringar- rit um hana eftir Sigurbjörn Ein- arsson). Þeir væntu heimsslita, trúðu því að brátt myndu eiga sér stað lokaátökin milli Guðs og Satans, milli ljóss og myrkurs, en Guð myndi að þeim loknum stofna ríki sitt, og hinir trúuðu, þ.e. Qumranmenn, dvelja í eilífri sælu, en hinir vantrúuðu for- dæmast til eilífrar vansælu. í reglu þeirra í Qumran voru bæði prestar og leikmenn,og væntu þeir sér tveggja Messíasa, messíasar af prestaættum og messíasar. af lýðnum. Mikil áhersla lá á hreinleika, og trúarlegur hreinleiki var tjáður með líkamlegum hætti. í Qumr- anbyggingunni eru risastórar kerlaugar er menn lauguðust í dag hvern, jafnvel oftar en einu sinni á dag. í fyrstu héldu menn » að þetta væru böð til skírnar, en nú er ljóst af rannsóknum að þetta eru hreinsunarböð, og gegndi dagleg hreinsun höfuð- hlutverki í kenningu munkanna, því að máltíðir þeirra voru nán- ast helgiathafnir. Vegna heims- slitakenninganna voru þeir með öllu lífi sínu að undirbúa sig að neyta máltíðar í ríki Guðs. Stefndi allt munklífið að því að hreinsa sig af hvers konar illri hugsun og atferli, og urðu nýlið- ar að ganga gegnum strangan undirbúning áður en þeim væri veitt innganga í „hreinleik bræðranna" eins og komist er að orði, hvort sem það merkir 1 daglegu hreinsunarböðin eða máltíðina helgu. Þetta fagra munklífi nærðist af iðkun ritn- inganna, lögmálsins, spámann- anna og sálmanna, og þeir ortu fagra sálma, sem varðveist hafa og svipar mjög til sálma Gamla testamentisins. Hin fagra trúar- f

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.