Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 24
Hvað er trú? Fólk gerir sér oft rangar hugmyndir um trúna. í sumra augum ber hún vott um vanþroska. Lítill sunnudaga- skóladrengur sagði við kennara sinn: „Trú er að treysta á eitt- hvað sem maður veit að er ekki satt.“ Stundum segir fólk löng- unarfullt: „Ég vildi óska að ég ætti þína trú“. Það sem það á við, en er of kurteist til að segja, er: „Ég get aldrei orðið eins ein- faldurog þú.“ Hjá öðrum er trúin tilfinn- ingaatriði. Hún er sálfræðileg hækja fyrir þá sem ekki geta farið óstuddir í gegnum lífið eða þá sæl trúarupplifun, sem veldur gæsahúð. Svo eru sumir sem líta á trúna sem samheiti bjartsýni eða já- kvæðs hugarfars. Hvatningin hljómar þá: „Trúðu,“ því að þannig er hið myrkva og dapra tekið í burtu, málið leyst og hamingjan fundin. En Bilblíuleg trú, raunveruleg Biblíuleg trú, ristir mun dýpra. „Trúin,“ segir í HebreabréFinu 11:1, „er fullvissa um það, sem menn vona, sannfœring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. “ Trúin er ekki háð okkar lík- amlegu augum heldur andlegu. Hún hjálpar okkur að skilja að ekki er allt sem sýnist, að sannur kraftur er ekki alltaf greindur með mannlegum augum, að þýðingarmestu menn eða hreyf- ingar sögunnar eru ekki alltaf TRU? Leighton Ford forsíðuefni, að það sem virðist óhjákvæmilegt, gerist ekki alltaf. Blaðamaður spurði mig eitt sinn hvort kristindómurinn heyrði ekki fortíðinni til. Ég svaraði: „Nei, kristindómurinn tilheyrir nútíðinni og fyrir trú treysti ég því að Guð vilji gera enn stórkostlegri hluti en við höfum hingað til orðið vitni að.“ Er óraunsætt að trúa? Nei, því fer fjarri. Trúin færir okkur í raun inn í hið sanna og raun- verulega. Hún gerir okkur stað- föst í voninni. Hún sannfærir okkur um að fyrirheit Guðs eru sönn og gefur okkur kraft til að lifa í nútíðinni. Hún sannfærir okkur um það sem við sjáum ekki. Hún erósýnileg uppspretta hjálpar sem veitir okkur kraft til að mæta erfiðleikum. En slík trú er ekki — og taktu nú vel eftir — trú á trúna. Stundum heyri ég fólk segja: „Trúðu,“ eins og trúin sé eitt- hvað sem við eigum bara að grípa til annað veifið. En trúin verður að vera varanleg. Segjum sem svo að þú þurfir að vetri til að fara yfir ísi lagt vatn. Þú verður að trúa því að ísinn geti borið þig, en ef ísinn er þunnur, getur trú þín ekki frels- að þig frá því að falla. Veik trú og sterkur ís veitir öryggi. Sterk trú og veikur ís veldur slysi. Við erum ekki kölluð til að eiga trú á trúna, heldur trú á Guð. Það er einnig munur á Biblíu- legri trú og því að hugsa jákvætt. Jákvæð hugsun leitar eftir því með vitneskju og þekkingu að hræra við hugarorkunni og nota 1 hana til að lifa tillitssömu lífi. Það getur verið gott svo langt sem það nær. En Biblíuleg trú leitast við að vísa á lifandi Guð, kærleiksríkan, velviljaðan, persónulegan skapara, sem veitir manninum kraft til að lifa sam- kvæmt fyrirætlun hans: „að elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta. . . og elska náunga þinn eins og sjálfan þig. “ Matteus 22: 37-39.' Því er trúin meira en innsæi. Trúin er líka að þora. Hún veitir í senn andlegt og siðferðilegt hugreki. Hættir þú per.ingum þínum í i fjárhættuspili kallast það áhætta. Fjárfestir þú í vörum og verðbréfum kallast það kaup- sýsla. Heitir þú að gefa Guði líf þitt kallast það Biblíuleg trú. Slík trú er meira en trúarjátn- ing. Hún segir ekki aðeins: „Ég

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.