Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 25
trúi,“ heldur: „Ég trúi og þess vegna hlýði ég.“ Þegar Guð kallaði Abraham til að: Jara burt til staöar sem hann átti aö fá til arftöku, “ þá hlýddi Abraham og lagði af stað, „vitandi eigi hvert leiðin lá.“ Hebr. 11:8. Abraham sem var vel stæður miðaldra maður, yfirgaf öryggi heimahúsanna og lagði af stað með Guði til ókunnugs staðar. Þér finnst það kannski fífl- dirfska, en Abraham varð fyrir- mynd trúaðra og faðir trúarinn- ar. í hvert sinn sem við heitum því að treysta Guði algjörlega, þá vex trú okkar. Trúin segir okkur hvað er rétt og veitir okkur andlega djörfung til að segja: „Ég þarf að gera það sem rétt er, burtséð frá því hvað aðrirgera.“ Biblíuleg trú er afsprengi lif- andi sáttmála við Guð. Höfund- ur Hebreabréfsins segir ennfrem- ur: „En án trúar er ómögulegt að þóknast honum, því aö sá, sem gengur fram fyrir Guö, verðurað trúa því, að hann sé til, og að hann lœtur þeim umbunað, sem hansleila." Hebr. 11:6. Sérhver sem kemur til hans. Já, það er þetta sem allt snýst um. Trúin er miklu meira en að trúa á Guð. Trú er að koma til hans eins og maður kemur til föður síns, vinar eða leiðtoga. „Eg er vegurinn," segir Jesús, „enginn kemur tilföðurins nema fyrir mig. “ Jóhannes 14:6. Að trúa á Guð! Viðurkenna að það er til æðri sköpun. Það get- um við gert án Jesú. En við get- um ekki komið til Guðs, sem föður okkar, án þess að trúa því að hann sé til og að hann sé sá Guð, senr Jesús hefur opinberað og sem umbunar þeim er hans leita. Trú þýðir því að leita Guðs á þann hátt sem hann hefur boðið. Því verðum við, kristnir eða ekki, mótmælendureða kaþólsk- ir, trúaðir eða ekki, að sameinast í trúnni á Jesú Krist, sem með fórnardauða sínum á krossi vígði okkur veginn, nýjan og lifandi, gegnum forhengið. (Hebr. 10:19-22). Þú segir kannski sem svo: Ég hef þörf fyrir samband sem er hafið yfir hin hversdagslegu vandamál lífsins og nær til hinna komandi og eilífu viðfangsefna. Ég hef þörf fyrir djörfung til að heita því að bera mig eftir því sem rétt er, þörf fyrir að þekkja Guð og eiga persónulegt sam- band við hann, svo ég geti verið rólegur og yfirvegaður þótt stormar lífsins blási. En hvernig byrja ég? Ég á ekki mikla trú. Þú byrjar á því, í trú, að gefa eins mikið af sjálfum þér og þú þekk- ir, til svo mikils af Guði sem þú þekkir. Korndu til Guðs núna — einmitt eins og þú ert og þar sem þú ert, og segðu við Guð: „Ég kem til þín í trú. Ég trúi að þú sért til og ég bið þig að umbuna leitandi trú minni fyrir Jesúm Krist, son þinn og frelsara minn. ÞýttúrD.H. M.Æ.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.