Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 26
MMQHGl Aslaug Haugland: H úsráð Hér hefur göngu sína nýr þátt- ur sem ætlað er að gefa lesendum Aftureldingar góð ráð og holl varðandi ýmislegt sem fellur að daglega lífinu. Við leituðum á náðir Áslaugar Haugland, ötull- ar hjálpræðisherskonu og varð hún góðfúslega við þeirri þeiðni okkar að vinna og safna saman efni í þennan hátt. Árið 1985 er tileinkað æsk- unni og er því ekki úr vegi að hefja þennan fyrsta þátt á ein- hverju henni viðkomandi. Gam- an væri að fá bréf frá lesendum með leiðbeiningum og ráðlegg- ingurn af ýmsum toga. Utanáskriftin er: Afturelding — Húsráð Pósthólf 5135,125, Rvk. En gefum nú Áslaugu orðið: Eru buxurnar of stuttar? Lítil börn eru fljót að stækka og vaxa uppúr fötunum. Þá er gott að taka gömlu „frotte" sokk- ana, klippa af þeim stroffið og setja neðan á buxurnar. Þær verða eins og nýjar! Blöðrur og hjólapumpur Flestum börnum finnast blöðrur ómissandi á hátíðisdög- um og afmælum. Það getur verið þreytandi fyrir foreldra að þurfa að blása upp margar blöðrur. Þá er tilvalið að grípa til hjóla- pumpunnar og þið getið áreið- anlega blásið upp eins margar blöðrurog barnið vill. Hendið ekki gamla vaxdúknum Sonur minn varð yfir sig glað- ur þegar ég lét hann hafa gamla vaxdúkinn minn. Réttan er not- uð þegar hann málar með vatns- eða þekjulitum og á röngunni eru málaðar götur og bílastæði fyrir litlu bílana lians. Þetta er hið besta leikfang þegar sá Iitli kemst ekki út vegna veðurs.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.