Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 27

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 27
Betri nýting á sokkabuxunum Sokkabuxur yngstu fjöl- skyldumeðlimanna eiga til að slitna mjög fljótt í kringum hnén. Þá er gott ráð að taka gömlu sokkabuxurnar, klippa það heila úr þeim — munið að falda end- ana vel — og setja yfir hnén á þeim nýju. Passið upp á tússlitina Börn eru ekki alltaf dugleg við að setja hetturnar aftur á túss- litina eftir notkun og þorna þá litirnir fljótt upp. Þá er gott að bora mátulega stóra holu í tré- klump og setja hetturnar í. Þegar börnin nota litina næst þá minn- ið þau á að setja þá ofan í hett- urnar. Þá minnka líka líkurnará því að bömin stingi hettunum upp í sig. Öryggislok á raftengla Með því að nota öryggislok á raftengla eins og sýnt er hér fyrir neðan, er hægt að losan við þær áhyggjur sem fylgja því þegar börn eru að leik í námunda við rafmagn. Svona öryggislok eru mjög einföld í notkun og fást í næstu raftækjaverslun. Lokið er fjarlægt með því að stinga klónni í það og draga út. Öryggispúði á þrílijólaskúffuna Það er gott að setja svamp eða annað þykkt efni í kringum skúffuna sem er á mörgum þrí- hjólum. Með því er komið í veg fyrir för og rákir á dyrakörmum og veggjum. Veggmyndir og tannkrem! Það getur verið sniðugt að nota tannkrem í stað límbands eða annars líms þegar hengdar eru upp léttar veggmyndir. Þegar myndirnar eru síðan teknar nið- ur þarf ekki annað en að strjúka tannkremið burt með þurrum klút og veggurinn er sein nýr.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.