Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 31

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 31
f Halldóra Þórólfsdóttir f. 10.07.1893 d. 10.01.1985 Hverjirvoru Essenar? Framhaldafbls. 21. orðsins list í töluðu máli, og ork- aði hann á samtíð sína sem bylt- ingamaður í orðsins list, og spratt af því nýtt bókmennta- form: guðspjallið. Þannig mætti lengi telja, en tíminn leyfir ekki að lengra sé haldið. Eftir handritafundina getum við skilið kenningu Jesú og Nýja testamentisins dýpri skilningu en áður, því nú er það enn ljós- ara en áður var hversu djúpum rótum hún stendur í hinum gyð- inglega arfi. Og einnig hefur komið í ljós hversu róttæk nýj- ungin er, sem Jesús ber fram. Kirkjunni er því mikill fengur í þessum handritum. Það er því næsta hlálegt að lesa á prenti kenningar þess efnis að kirkjunni komi þessi mikla uppgötvun illa og að kirkjunnar menn hafi tafið útgáfu handritanna. Staðreynd- irnar segja frá hinu gagnstæða. Aldrei hefur neinn handrita- fundur verið gefinn út með slík- um hraða sem Qumranhandrit- in. T.d. má geta þess til gamans, að aðeins þrem árum eftir að handritin fundust gat ég gert svo- litla rannsókn hér í Reykjavík á þeim, samanburð á einum kapítula í Jesajahandritinu frá Qumran og Masoretatextanum, vegna þess að það handrit hafði verið gefið út í Ameríku árið 1950. Og aðeins þrem árum síðar gerði ég aðra rannsókn, á reglu- ritinu frá Qumran, sem hafði komið út, þegarárið 1951. Slíkur var hraðinn á vísindalegum út- gáfum handritanna. Og lleygir rannsóknum þeirra öil fram. Útvarpserindi Þóris Kr. Þóróarsonar, nutt 19.01.1985. Halldóra Kristín, eins og hún hét fullu nafni. andaðist að Hraunbúð- um, Vestmannaeyjum að kvöldi fimmtudagsins 10. janúar síðastlið- inn. Lífsganga hennar varð 91 ár og sex mánuðum betur. Halldóra fæddist að Hólmaseli Gaulverjabæjarhreppi, Árnessýslu. Foreldrar hennar voru Ingveldur Nikulásdóttir og Þórólfur Jónsson. Fimmtán ára gömul hleypir hún heimdraganum og fer til Vest- mannaeyja. Ári síðar er hún heimil- isföst í Eyjum hjá sæmdarhjónunum Ólöfu og Antoníusi í Byggðarholti, er þar bjuggu lengi. Leið Halldóru lá framhjá Stein- holti, næsta húsi við Byggðarholt. Þar rak Þorsteinn Hafliðason skó- smíðaverkstæði. Guðjón bróðir hans hafði verið í læri hjá honum bæði í Reykjavík og svo áfram í Eyj- um. Gegnum gluggann á skósmíða- verkstæðinu horfði Guðjón á stúlk- una ungu úr Árnessýslu ganga þar framhjá, sporlétta og granna. Hún gekk inn í hjarta Guðjóns. Þau trú- lofast, giftast og stóð hjónaband þeirra í fimmtiu og eitt ár. Eignuð- ust þau 11 börn er öll komust til manns. Heimili þeirra hjóna stóð lengst af við Vestmannabraut 62, að Skaftafelli. Þar ólust börn þeirra upp og hafa lengst af verið kennd við það hús. Á vertíðum bættust vermenn og sjómenn við stóra fjölskyldu, því Guðjón stundaði sjóinn af kappi og var í senn fengsæll og vinsæll skip- stjórnarmaður. Sá Halldóra um allt upp í átján manns í sínu heimili. Halldóra lagði sig fram í safnaðar- lífi Betelsafnaðarins ár eftir ár. Hún var söngelsk og lék á gítar. Var hún með fyrstu starfskröftum í Betel á því sviði. Halldóra var ein af frum- herjum íslenskrar Hvítasunnuhreyf- ingar og kom með í starfið árið 1921. I 63 ár var hún stöðu sinni trú og átti því láni að fagna að eiga sam- stöðu móður sinnar, eiginmanns, bróður og barna, sem komu með hvert af öðru, er þau höfðu aldur og þroska til eigin ákvörðunar. Halldóra vildi börnum sínum vel og þess vegna innrætti hún þeim elsku til Jesú Krists og þar af leið- andi bindindissemi á öllum sviðum. Var það hollt veganesti, 'sem hefur verið til blessunar fyrir öll börnin frá Skaftafelli fram á þennan dag. Nú er Halldóra gengin heim til Drottins. Eitt sinn skal hver deyja. Hún var fyrirmynd annarra kvenna, dugleg, nett, ávallt störfum hlaðin, en kunni þá lífsins list fremur öðrum að leggja amstur daglegs lífs til hliðar, þegar þess var þörf. Hugg- un og blessun fann hún í samfélag- inu við Jesúm Krist. Þannig lifði Halldóra og þannig kveður hún þetta líf. Komin er hún á fund Drottins og nýtur nú þess erhúntrúði. Blessuð veri hennar minning. Einar J. Gíslason.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.