Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 2
» fönn frásögn eiturlyíjaneytanda I þýðingu Garðars Loftssonar Guð gerði kraftaverk, þegar hann umbreytti mér æskumanni gjörspilltum og eins og dregnum upp úr víti, í nýja sköpun í Kristi. í 1460 daga var ég undir áhrif- um eiturlyfja, drukkinn eða sjúk- ur. Eftir misheppnaða sjálfs- morðstilraun reikaði ég niður götuna og inn í hvítasunnukirkju þar, sem ég fann þá hjálp, er ég þurfti. En svo að ég snúi mér að byrj- uninni, þá tilheyrði ég tíu manna fjölskyldu, sem lifði í fátækra- hverfi í Oakland í Kalifomíu. Við krakkarnir fengum leyfi til að fara okkar eigin ferða í borg- inni. Afleiðing þess varð sú, að brátt lærði ég þá siði, sem ekki eru hollir litlum dreng. Ég var alinn upp í heimili, þar sem eng- in Guðs trú var, og aldrei hafði ég farið í kirkju á ævi minni. Ég hafði aldrei heyrt sagt frá Jesú, sem dó á krossi fyrir syndara eins og mig. Þrettán ára gamall var ég líkur flestum öðrum drengjum á því reki, með mikinn hárlubba, reykti vindlinga og blótaði mik- ið, svipað og aðrir félagar mínir. Hinir raunverulegu erfiðleikar byrjuðu, þegar ég var 15 ára. Tveir skólafélagar mínir töldu mig á að taka nokkur „skot“. Þeir gáfu mér nokkrar pillur og sögðu, að ef ég tæki þær inn, mundi ég verða „hátt uppi,“ sem þeir kölluðu svo. Ég tók pillurn- ar inn. Eftir um það bil 40 mín- útur „hittu“ þær mig. Hver taug og vöðvi líkama míns örvaðist af eitrinu. Mér leið harla vel, með- an áhrifin verkuðu. En daginn eftir var ég mjög aumur með ógleði, líkt og ég hefði fiensu. En langt um verri hinum líkamlega sársauka var ákaft þunglyndi og hugarvingl. Ég sagði við sjálfan mig: „Aldrei framar,“ en ég var talinn á að taka inn pillurnaraft- ur og lét til leiðast. Innan tíðar var mér ekki við bjargandi. Eftir (jóra mánuði fór ég að lifa í minni eigin sjúklegu litlu veröld. Sex mánuðum seinna var ég svo farinn að nota þrjátíu pillur daglega. Foreldrar mínir fóru með mig í sjúkrahús, til þess að „útvatna“ mig. En starfsfólk þeirrar stofnunar gat ekkert hjálpað mér, og jafnskjótt og ég slapp þaðan, sneri ég mér aftur að eiturlyfjunum. Þegar ég var 17 ára gamall, fékk ég maríhú- anavindlinga senda annan hvorn mánuð fyrir um 300 dollara (um 13000 íslenskar krónur) frá Mexíkó, til þess að reykja. Um átján ára aldur var ég einnig orð- inn drykkjumaður. Þegar ég gat ekki fengið eiturlyf, sneri ég mér stundum að áfenginu, til þess að draga úr höfuðverk og slaka á. Ég man það, að ég drakk oft um hálfan lítra af víni með morgun- mat. Þegar ég var 19 ára hafði ég verið forfallinn eiturlyfjaneyt- andi í fjörgur ár, meira og minna sjúkur á líkama og sál. Ég vildi ekki vera eiturlyfja- neytandi. Ég reyndi oft að hætta, en árangurslaust. Ég ákvað þá að læra hnefaleik. Ég hélt, að ef ég gæti styrkt líkama minn, myndi mér heppnast að berja þetta úr mér. En ekki lánaðist það. Þegar ég fékk mitt gullna tækifæri sem hnefaleikari, stöðvaði dómarinn hnefaleikinn í þriðju lotu, vegna þess að ég var undir áhrifum eit- urlylja. Eftir þetta ákvað ég að fremja sjálfsmorð, því að hvað var nú að lifa fyrir? Ég sá bifreið koma eftir götunni með 60—70 km hraða. Ég hljóp í veg fyrir hana eins fljótt og ég orkaði. Rétt áður en ég komst að bifreiðinni, snar- sveigði hún og slapp fram hjá mér.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.