Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 6
tuttugu árum yngri en ég. Sam- anborið við mig kom hún eins og afannarri plánetu. Við fórum að starfa saman og þegar augljóst var að samstarfið Ég verð að segja að þessi lexía hennar tengdamömmu er eitt- hvert besta dæmið sem ég þekki um hvernig kristindómur er í framkvæmd. Þegar ég frelsast, þá hætti ég ekki að drekka. Ég losna í Jesú nafni. Ég frelsast frá þessu — er leystur frá lönguninni og þarf ekki að berjast sífellt við hana. „Ég varvonlausttilfelli..." var að verða all náið, þá vöruðu margir hana við mér. Þá gleymd- ist sumum að Guð gerir alla hluti nýja. Áður en við giftum okkur kallaði tengdamamma mig fyrir á eintal. Hún var þýsk að ættum, ákveðin og hrein og bein kona. Ég gleymi því aldrei þegar ég gekk inn í herbergið til hennar í viðtalið, ég skalf á beinunum. Tengdamamma sagðist hafa heyrt um fortíð mína, fangelsis- vist og óregluna. Hún ætti þessa einu dóttir, sem hefði ákveðið að helga líf sitt þjónustunni fyrir Drottin. Og nú ætlaði hún að fara að giftast þessum fyrrver- andi gangster (glæpamanni). Ég skyldi vita að það þyrfti mjög hagnýtan (praktískan) kristin- dóm til að hafa trú á því að slíkt gæti gengið til frambúðar. Svo sagði hún: — Áke, það er nú svo að þeg- ar litið er til baka og líf þitt skoð- að, þá sér maður tóma mínusa, þetta eru mistök og vansigrar á mistök ofan. Já, bara allt einn stórmínus. En Guð er svo stórkostlegur, þegar maður biður hann um syndafyrirgefningu, þá dregur Jesús strik yfir mínusinn (-) svo úr honum verður plús (+) og það ert þú nú Áke minn. Þess vegna ertu velkominn í fjölskylduna. í umræðu um alkohólisma heyrist oft að sértu einu sinni orðinn alkohólisti, þá verð- irðu það til æviloka, ýmist virkur eða óvirkur. Ertu óvirkur alkohólisti? Nei, ég samþykki ekki að ég sé ennþá alkohólisti. Biblían segir að ég endurfæðist — fæðist á ný. Sé það svo þá hlýt ég að vera leystur frá lönguninni í áfengi. Það gerðist heima að ungur maður, sem heitir Gusten Fors, vitnaði um það á samkomu að hann væri frclsaður frá alkohól- isma. Nokkrum dögum seinna kom svohjóðandi lesandabréf í bæjarblaðinu: „Til Gusten Fors: Vísindin segja: Einu sinni alko- hólisti, alltaf alkohólisti. Undir- skrift Frans Óskar. Daginn eftir gaf að lesa svar frá Gusten Fors: „Til Frans Óskars. Sá sem sonurinn gjörir frjálsan, hann er sannarlega frjáls. — Jes- ús Kristur“. En það er mjög mikilvægt að fólk sem upplifir frelsun geri sér Ijóst að hún er ekki fyrst og fremst aðferð til að hætta að drekka áfengi. Heldur er maður að meðtaka fyrirgefningu synd- anna. Þegar maður hefur með- tekið fyrirgefningu Guðs og end- urfæðst, þá tilheyrir þetta hvorki nýja lífinu né líkama mínum, sem er orðinn musteri Heilags anda. Hér skiptir fyrirbæn og and- legur stuðningur miklu máli. Það voru mjög margir sem báðu fyrir mér og ég Iosnaði strax. Það hefur tekið aðra lengri tima að losna. Nú eru margar þúsundir fyrrum alkohólista í sænskum Hvítasunnusöfnuðum. Auðvitað getur frelsað fólk lent í freistingum á þessu sviði og gagnvart reykingum og öðrum syndum. En þá verður það fyrir árás djöfulsins og það væri furðulegt ef djöflinum tækist ekki að fella einn og einn fyrrver- andi drykkjumann, þegar við sjáum jafnvel áralanga bindind- ismenn falla í freistni. Eins og bænin er mikilvæg, þá hefur skírn í Heilögum anda líka mikið að segja. Einn sænskur predikari, sem hafði frelsast frá drykkjuskap, skrifaði bók sem hét: Eldurinn eyddi lönguninni. Þar segir hann frá því hvernig eldur Heilags anda brenndi burt vínlöngunina í lífi hans. Þetta hefur einnig átt við um eitur- lyfjalöngun, eins og sjá má í bók- um Davids Wilkersons. 1 Þegar ég skírðist í Heilögum anda, þá varð það mér sannar- lega til andlegrar styrkingar. Ég fann hvernig ég fékk að meðtaka andlegan kraft, ég var frá mér numinn yfir því undursamlega sem varað gerast. Áfengisbölið er orðið slíkt í \

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.