Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 8
Vitnisburður: Fri'ða Jónsdóttir Sjá, allt er orðið nýtt! Þetta hljómar eins og góð aug- lýsing, eða hvað finnst þér? Nei, þessi orð Biblíunnar eru sönn og lifandi, þannig er það nefnilega þegar þú kynnist Jesú Kristi sem þínum persónulega frelsara, Fyrir þrem árum kynntist ég honum sem vini mínum og frels- ara og lífið gjörsamlega snérist við. Ég hafði eignast eitthvað sem breytti öllum innri manni mínum, skoðunum og gjörðum, eitthvað sem fyllti mig af friði og gleði oggafmér von um eilíft líf. Ég er alin upp á kristnu heim- ili og átti einlæga barnatrú. Þegar ég var 16 — 17 ára og fórað kynn- ast heiminum, þá fannst mér að ef ég ætti að vera gjaldgeng á markaðnum þá yrði ég að reyna að vera eins og allar hinar, pínu töff, það fannst mér alla vega saklausri sveitastúlkunni. Ég sagði skilið við Guð, nú ætlaði ég að ráða ferðinni og lifa mínu lifi. A meðan geymdi ég Guð niðri í skúffu, og þegar mér leið eitt- hvað illa þá opnaði ég skúffuna, sagði Guði frá hvað ég ætti bágt, lokaði skúffunni og læsti, og geymdi svo lykilinn á góðum stað. Alltaf urðu ferðirnar i skúff- una færri og færri og að lokum geymdi ég lykilinn svo vel að ég fann hann ekki aftur, þá fór ég að finna fyrir því að eitthvað vant- aði. Hvað vantaði? Hvað vantar fólkið í dag sem keppir eftir að eignast hamingj- una, sjá einhvern tilgang með líf- inu, í peningum, skemmtunum, húsgögnum, vídeói, víni og eit- urlyfjum. Eða hvar leitar þú hamingj- unnar? Getur þú sagt af sannfæringu við sjálfan þig, ég er hamingju- samur? Á ég að segja þér hvar ég fann hana. Ég var búin að leita vel fyrir mér en fann hana ekki fyrr en ég gerðist auðmjúk og beygði mig fyrir Guði og bað hann að hjálpa mér að finna fyrir mig lykilinn að lífinu og veistu, — það gerðist kraftaverk. Ég stóð upp og var ný manneskja, allt breyttist. Guð kont mér svo sannarlega á óvart, tók allt það gamla í burtu og gaf mér nýtt líf, líf sem er Jesús Kristur, sannur vinur bæði í gleði og sorg og sá vinur sem er ætíð til staðar og alltaf reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd. Fríða Jónsdóttir.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.