Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 16
Kristinn Óskarsson: bBQUaCKSk Er Biblian áreiðanleg? _______ iblían er skrifuð af um 40 mönnum á tímabili sem nær frá því a.m.k. 2,500 f. Krist til 100 e.Kr. Þrátt fyrir marga skrifara og langan tíma mynda þessar 66 bækur eina heild — Biblíuna ... Með örfáum undantekningum eru eldri ritverk hreinar brandarabókmenntir66 „ Verið œtíö reiöubúnir aö svara hverjum manni sem krefst raka hjá yöurfyrir voninni, sem i yðurer‘‘(I Pét. 3:15.) I dag, eins og hefur verið um þúsundir ára, hefur óteljanlegur fjöldi manna hafnað Guði. Þeir hafa ekki tekið við Guðs orði eins og Þessalóníkumenn gerðu þegar Páll postuli kom til þeirra; „Því aö þegar þér veittuö viötöku þvi orði Guös, sem vér boðuðum, þá tókuð þér ekki við því sem manna orði, heldur sem Guðs orði — eins og það í sannleika er. Ogþað sýnir kraft sinn í yður sem trúið:“(I Þess. 2:13.) Af frásögn Biblíunnar má glögglega sjá að þegar Jesús gekk um meðal fólksins þá gjörði hann slík kraftaverk að aldrei hafði sést neitt í líkingu við þau. Þetta spurðist út og mikill mannfjöldi fylgdi honum, því fólkið sá þau tákn, er hann gjörði á sjúku fólki. Þessi mannmergð fékk að sjá enn meiri tákn, þegar Jesús blessaði brauðin fimm og fiskana tvo, svo allir urðu mettir af. Jesús gaf örlátlega, því það sem gekk af fyllti tólf körfur. Næsta dag sagði margt af þessu sama fólki: „Hvaða tákn gjörir þú, svo að vér sjáum og trúum þér? Hvað afrekar þú?“ Þetta var ekkert einsdæmi. „Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er Ijós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa Ijós lífsins." Þá sögðu farísear við hann: „Þú vitnar um sjálfan þig.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.