Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 20
Robert C. Cunningham: Fyrirgeíur Biblían ekki drykkju? Jú, vitanlega. En ekki nóg með það, heldur hvetur hún líka til hennar. Okkur er það lífsnauð- syn að drekka. Biblían hvetur okkur sem sagt til að drekka — en um leið segir hún okkur hvað við eigum að drekka og hvað ekki. Biblían mælirá móti „sterkum drykkjum". ,, Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur. “ (Orðskviðir, 20:1). Afengir drykkir eru hættulegir og er best að snerta þá aldrei. Þeir geta eyðilagt líkamann, myrkvað hugann, valdið ábyrgð- arleysi og deytt göfugar hvatir. Afengi getur dregið úr sjálfs- virðingu, velgengni, og leitt til glötunar. Ritningin staðhæfir að drykkjumenn geti ekki erft guðs- ríki. (I. Korintubréf 6:10). Það eru sterk orð! Þeirra eina von er að þeir frelsist og „þorni“. Fyrst þurfa þeir að iðrast og treysta Drottni; og þá mun hann leysa þá undan oki drykkjunnar. Það er synd að leggjast í vín- drykkju en Ritningin bannar ekki að teyga vín Heilags anda. Nýja Testamentið segir: „I stað þess að drekka yður drukkna í víni, sem aðeins leiðir til spill- ingar, skuluð þér fyllast andan- um. “ (Efesusbréf, 5:18). Það er ekki að ástæðulausu að Ritningin ber víndrykkju saman við að drekka af anda Guðs. Það er margt líkt með þessu tvennu. Hvorutveggja hefur í för með sér örvun, gleði og leysingu, þannig að það sem hvílir á hjartanu fær útrás. Mannlegt eðli leitar þessarar leysingar og Satan vill að við finnum hana í áfengi. Guð vill hins vegar að við finnum hana í því að meðtaka hans Heilaga anda. Jesús sagði: „Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki . . . en þetta sagði hann um andann." (Jóhannes 7:38). Hann vill að við komum til sín og drekkum af anda hans. Það var einmitt þetta sem gerðist á hvítasunnudag. Læri- sveinar Drottins voru fullir af lífsþrótti; þeir töluðu af eldmóði og voru svo örvaðir, að sumir töldu þá drukkna. Pétur neitaði

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.