Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 22

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 22
INNLENDAR FRÉTTIR — INNLENDAR FRÉTTIR — INNLENDAR FRÉTTIR — INNLENDAR Celebrant Singers Dagana 26. júní til 2. júlí verður hér á landi sönghópurinn CELE- BRANT SINGERS, ásamt upphal's- manni sínum og stjómanda, Jon Stemkoski. Hópur þessi er skipaður ungu fólki frá Bandaríkjunum og Kanada, tíu söngvurum og tólf hljóðfæraleikurum, sem hafa það markmið, að útbreiða fagnaðarer- indið með söng og vitnisburði. CELEBRANT SINGERS var stofnað fyrir rúmum átta árum síðan og á þessum árum hafa þau ferðast og sungið víða í Norður-Ameríku, í flestum löndum Evrópu, Guate- mala, E1 Salvador, íran, Egypta- landi, Indlandi, Sri Lanka, og víðar. Nýlega sungu Celebrant Singers í Róm fyrir Jóhannes Pál II páfa, og einnig eru þau nýkomin úr vel heppnaðri ferð til Póllands. Hingað til lands koma þau á leið sinni til Ziírich, þarsem þau syngja á alheimsmóti Hvítasunnumanna. Jon Stemkoski, stjómandi kórsins, er uppalinn í Kaþólsku kirkjunni, en meðlimir kórsins koma úr mörgum kristnum söfnuðum. Hér á landi munu Celebrant Singers koma fram í hinum ýmsu söfnuðum á Reykjavík- ursvæðinu. Þau syngja m.a. í Fíla- delfíukirkjunni, Bústaðakirkju, Landakotskirkju, og síðan rnunu þau enda veru sína hér með hljóm- leikasamkomu í Broadway. Skálinn í Kirkjulækjar- koti — Dagskrá Æskulýðsmót 14,—17. júní Landsmót ungra Hvítasunnu- manna verðurað venju Ijölbreytt. Á dagskrá eru biblíulestrar, samkom- ur, útivist, mállundur, varðeldur, kvöldvökur og ýmislegt annað. Mat- ur er seldur á staðnum og er reynt að halda kostnaði í lágmarki. Barnavika 29.júní — ó.júlí í barnavikunni verður margt gert til ánægju og uppbyggingar börnum á aldrinum 8—12 ára. Þessi aldurs- mörk eru ekki einhlít. Farið verður í leiki, föndrað, haldnar kvöldvökur og samverustundir auk gönguferða og varðelds. Þátttakendur þurfa að hafa sængurföt og snyrtidót meðferð- is. Kostnaður er 2800 krónur fyrir hvern þátttakanda og er þá allt inni- falið, gisting, matur og dagskrá. Veittur er afsláttur komi fleiri en einn f'rá sama heimili. Umsjónar- menn barnavikunnar eru Svanur Magnússon og Carina Brengesjö. Hvíldarvika 13.—20. júlí Þessi vika er ætluð þeim, sem þarfnasl hvíldar í sveitasælunni. Daglega verða andagtir, auk þess kvöldvökur, stuttar skoðunarferðir á markverða staði í nágrenninu og ýmislegt fleira til dægrastyttingar. Þátttaka í hvíldarvikunni kostar 2800 krónur fyrir hvern þátttakanda og fylgir í því fullt fæði og húsnæði. Þátttakendur þurfa að koma með sængurföt og snyrtiáhöld. Umsjónar- menn hvíldarvikunnar verða Hinrik Þorsteinsson forstöðumaður og Kristinn Oskarsson skálavörður. Kotmótið 1.—5. ágúst Kotmótið er líklega fjölsóttasta kristilega mótið sem haldið er reglu- lega hér á landi. Mótið er haldið um verslunarmannahelgina og er því kærkomin tilbreyting frá ölteitum og skrallgjörnum útisamkomum, sem víða er stefnt til um þessa helgi. Fæði verður selt á staðnum, fólki er vel- komið að koma með skrínukost. Vægt gjald er innheimt fyrir gistingu í Skálanum og tjaldstæðagjald til að mæta kostnaði vegna þjónustunnar, sem veitt er á staðnum. Þeim, sent hafa hug á gistingu í Skálanum er bent á að panta rými hið fyrsta. Biblíuvikaó. —11. ágúst Að loknu kotmótinu verður lögð áhersla á biblíufræðslu í eina viku. Sérstakur gestur vikunnar verður dr. Ronald Kydd, frá Kanada, en hann er íslenskur í móðurætt. Auk hans munu íslenskir Biblíukennarar leggja sitt af mörkum. Hægt verður að kaupa fast fæði, eða einstakar máltíðir. Einnig má hafa skrínukost. INNLENDAR FRÉTTIR - INNLENDAR FRÉTTIR — INNLENDAR FRÉTTIR - INNLENDAR

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.