Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 25
Matthías Ægissoii: Um kærleikann hefur margt verið skrifað og skrafað. Þeir sem hafa notið hans við, vita hvers virði hann er. Þeir sem ekki þekkja kærleikann, vita ekki hvers þeir fara á mis. Biblían segir okkur að af trú, von og kærleika, sé kærleikurinn mestur. Öll vitum við hvers virði vonin er. Hún gefur okkur til- gang í lífinu, einhvern neista sem nægir til að tendra lífsviljann í okkur. Trúin er sömuleiðis uppspretta allrar veru okkar. í bréfi Páls postula til Rómverja segir að hinn réttláti muni lifa fyrir trú. Jesús sagði sjálfur: ,,Allt sem þér biðjið í bœn yðar, mun- uö þér öðlasl, ef þér trúið“ (Matteus21:21). Við sjáum á þessu að það er ekki svo lítið að trúa og vona. En Matthías Ægisson er blaðamaður við Aflur- eldingu og Bamablaðið og hefur gegnt því starfi frá 1. júni 1981. þó stenst þetta tvennt ekki sam- anburð Biblíunnar við kærleik- ann. Þegar Jesús var spurður hvert væri hið æðsta boðorð í lögmálinu, svaraði hann: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu ... og náunga þinn eins og sjálfan þig. „(Matteus 22:37,39.). Fyrsta orðið í svari Jesú bendir á kær- leikann og svo stendur skrifað: „Á þessum tveimur boðorðum hvilir allt lögmálið og spámenn- irnir." Kærleikurinn er því einn af máttarstólpum kristinnar trúar og er ætlað að halda uppi verki Guðs. En hvernig starfar kærleikur- inn? „Kœrleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kœrleikur- inn öfundar ekki. Kcerleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósœmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki lang- rcekinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sann- leikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt" (l.Korintubréf 13:4-7). Hann trúir öllu, vonar allt. Hér er trúin og vonin afsprengi kærleikans. Kærleikurinn trúir öllu Orði Guðs og vonar á allt það sem Guð hefur lofað. Trú þín og von eru einskis nýt án kærleika. En hafir þú þetta þrennt, og sért klæddur brynju trúar og kærleika og von hjálp- ræðis sem hjálmi, getur þú geng- ið til atlögu við óvinarins veldi sem reynir að brjóta niður undir- stöður trúar þinnar og rekið það á flótta með sverði andans, sem erOrðGuðs. M.Æ.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.