Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 5
David Mainse, forystumaður „Crossroads Christian C'ommunications“ afhcndir Jakob Zopfi, for- manni samstarfsncfndar evrópskra Hvítasunnumanna, lyklana að tækjavagninum. Kristilegt sjónvarp i Evrópu sunnumanna til að undirbúa al- heimsmót. Á þeim fundi stóð T.B. Baratt upp og bar fram spá- dóm. í honum sagði að ekki yrði alheimsmót, heldur alheims- stríð. Sú varð raunin og hið fyrir- hugaða alheimsmót féll um koll. Að stríðinu loknu hafði engin þjóð efni á að halda heimsmót, nema Svisslendingar. Því var fyrsta mótið haldið í Zúrich. Alheimsmótið er ekki sérlega íjölsótt mót, þegar tekið er tillit til stærðar Hvítasunnuhreyfing- arinnar í heiminum í dag. Hvíta- sunnumenn eru taldir vera 60 til 115 milljónir eftir því hvar mörk- in eru dregin. Þeir eru íjölmenn- astir í löndum þriðja heimsins og þvínæst vestanhafs. Þessu sinni voru þátttakendur mestmegnis frá Evrópu og úr Vesturheimi. Frá þriðja heimin- unr komu nær eingöngu forystu- menn. Almenningur þar hefur ekki ráð á dýrurn ferðalögunr og svo er ferðafrelsi takmarkað í mörgum löndum. Þannig höfðu 400 þátttakendur látið skrá sig frá Nígeríu, en aðeins 20 fengu fararleyfi. Stór hópur ætlaði að koma frá S-Kóreu, en fékk ekki faraleyfi þegar til kom. Austan járntjaldsins er Hvítasunnu- hreyfingin Ijölmenn, en aðeins örfáir fulltrúar fengu leyfi til að sækja mótið. Ungverjar og Júgó- slavar voru þó ekki heftir til far- arinnar og íjölmenntu á mótið. Um Norður-Evrópu er það að segja að sumarmótin ber upp á svipaðan tíma og Alheimsmótið og kann það að hafa dregið úr þátttöku almennings. Þess má geta að í Finnlandi komu um 35.000 til sumarmótsins, í Sví- þjóð urn 15.000 og nær 10.000 í Noregi. Alheimsmótin eru mjög gagn- leg og nauðsynlegur vettvangur fyrir forystumenn hreyfinga Um þessar mundir vinna Hvítasunnumenn í mörgum Evrópulöndum að uppsetningu tækjabúnaðar til vinnslu og út- sendingar sjónvarpsefnis. Þegar hafa verið byggð eða eru í bygg- ingu fullkomin myndver í Sví- þjóð, Danmörku, Þýskalandi, Sviss og á ftalíu. Auk þess eiga Hvítasunnumenn nú þrjá full- komna upptökubíla, sem farið hafa um álfuna þvera og endi- langa í efnisöflun. Á alheimsmótinu í Sviss var vígður sérstakur bíll með tækja- búnaði til að senda sjónvarps- merki upp til gervihnatta, sem síðan dreifa efninu ýntist til kap- alstöðva, endurvarpsstöðva eða beint til neytenda. Þessi tækja- vagn var gefinn af kanadíska sjónvarpsstarfinu „Crossroad Christian Communiacations" í Toronto. Við vígsluna var tækja- vagninn notaður til að sjónvarpa athöfninni beint frá Sviss til Kanada. Vagninn kostaði um 36 mill- jónir ísl. króna og var kaupverð- inu safnað rneðal trúaðra vestan- hafs. Vagninn verður notaður til skiptis af hinum ýmsu kristilegu sjónvarpsstöðum í Evrópu. Fyrst um sinn verður hann staðsettur í Kaupmannahöfn við vinnslu og útsendingar á sjónvarpsefni, sem sent verður urn gervihnetti. Cal Bombay, sem hefur starfað af hálfu Kanadamanna við sjón- varpsstarfið í Evrópu, sagði að þessi vagn yrði notaður til að senda til kapalstöðva í Vestur- Evrópu og þegar önnur rás bætt- ist við — í Austur Evrópu. hinna ýmsu landa að hittast og ræða málin. í tengslum við mót- in eru haldnir margir fundir um hin ólíkustu viðfangsefni. Þann- ig voru í Zúrich ráðstefnur um útgáfumál, kristniboð, sjón- varpsmál, æskulýðsfundir, kvennafundiroll. Tvisvar á dag voru haldnar Framhald bls. 31

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.