Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 7
T1 Jóhann Pálssom Bibliuleg vakning „Vilt þd cigi láta oss lifna við aítur, svo að lýður þinn megi gleðjastyfir þér? Sálmur 85:7 Hvað er vakning, og hvað hef- ur hún í för með sér? Vakning er endurlífgunartím- ar frá Drottni, og það er aðeins á færi Guðs eins að gefa slíkt líf. Vakning er sá tími þegar Guð vitja síns fólks fyrir Anda sinn og gefur því líf að nýju. Til þess einnig um leið að ná til þeirra, sem eru andlega lífvana í yfir troðslum og syndum, lil þess að gefa þeim hlutdeild í Guðlegu lífi. Guðleg vakning er nýtt líf og á því ekkert skylt við upphitun tilfmninga og sálarlífsins, háv- aða, spennu, draumóra né sefj- un. Á vakningartímum fá þjónar Drottins endurnýjaðan kærleika til sálnanna, fólksins, þeirrarteg- undar sem Jesús hafði, og einnig fannst hjá Páli postula. Þegar Guð vitjar boðbera sinna og vitna, fá þau neyð fyrir öðru fólki og björgun þess. Þá verða það ekki ræðurnar, né áferð þeirra sem skiptir höfuðmáli, heldur það að sálir bjargist við kross Jesú Krists. Andi Guðs gefur boðberum orðsins endurnýjaðan kærleika til Drottins, endurnýjaða trú á Guðs orð. Andinn heilagi blæs burtu öllum efa og biblíugagn- rýni, og predíkarinn byrjar að predíka sjálft orðið, sérstaklega um hinn krossfesta og upprisna Krist, með nýjum krafti og sigur- vissu. Á vakningartímum losna hinir trúuðu frá heimshyggjunni og fara að lifa heilshugar fyrir Guð. Þeir hálfvolgu og sljóu fá nýtt mat á hlutunum og greina sig frá hinum neikvæðu hlutum og helga sig Guði. Þeir fá endur- nýjaðan bænaranda og um- hyggju fyrir öðru fólki og innri hvöt til að leiða sálir til þekking- ar á hjálpræði Guðs. Á vakning- artímum lærir fólk að gefa af sjálfu sér, en ekki aðeins að njóta og hafa það ánægjulegt. Á slík- um tímum fara hinir trúuðu að lesa Biblíuna með kostgæfni, og fá þar hvatann til að lifa Guði og elska náungann, hjálpa hinum nauðstadda, þeim sem siglt hefur í strand og kann sér engin ráð. Þegar Guð gefur endurlífgun- artíma, þá vekur andi Drottins syndameðvitund hjá hinum van- trúuðu og ófrelsuðu og leiðir hjörtu þeirra til afturhvarfs og endurfæðingar. Það þýðir: hug- arfars og lífernisbreytingu, menn verða heiðarlegir, hreinlífir, sannsöglir, algáðir, vinnulusir, nytsamir þjóðfélagsþegnar. Þannig bjargar Guðleg vakning einstaklingnum og þjóðarsálinni frá andlegri hnignun og siðferðis- hruni. Margir hugsandi og ábyrgir boðberar lifandi kristindóms, álíta að þörf sé andlegrar vakn- ingar vegna þeirrar andlegu deyfðar sem ríkir í kristnum kirkjum og söfnuðum víða í dag. Biblían bendir á jákvæða leið til úrbóta. Hún bendir á bænaleið- ina. Gjörum orð sálmaskáldsins að vorum: „Vilt þú eigi láta oss lifna við aftur, svo að lýður þinn megi gleðjast yfir þér?' Einnig orð spámannsins: „Kom þú lífs- andi, úr áttunum fjórum og anda á þennan val, að þeir megi lifna við.“2 í gegnum þennan farveg keniur nýtt líf frá Guði. Hin fyrsta mikla vakning í Kristni- sögunni byrjaði með tíu daga einhuga bæn. Og sérhver önnur Guðleg vakning sem átt hefur sér stað í kirkju og safnaðargöng- unni á liðnum tímum hefur ver- ið svar Guðs við trúarbæn. Niðurstaðan, lausnarorðið er: Meiri bæn og betri bæn sem hrærir við hönd Guðs til fram- kvæmda, megi svo verða í nafni Jesú Krists frelsara vors. ' Sálmur85:7 2 Esekíei 37:9

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.