Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 9
0 „Þetta er andleg veisla!” — í fyrstu störfuðum við Áke einkum í samkomuherferðum í Svíþjóð og á Norðurlöndum. Við vorum starfsmenn Fíladelfíu í Stokkhólmi í fjögur ár og störf- uðum meðal ungs fólks. Við höf- um farið með starfshópa um alla Evrópu. Hin síðari ár höfum við mestmegnis starfað á Kanaríeyj- um á vetrum, meðan norrænir ferðamenn eru þar. Auk þess á Spáni og í Svíþjóð á sumrin. — Það er sama hvar við störf- um, fólk hefur alstaðar sömu andlegu þarfirnar. Maður finnur hvarvetna þrá eftir Guði. Nú er andlegur uppskerutími bæði í Svíþjóð og á Spáni. Akrarnir eru tilbúnir til uppskeru. Fólk er opiðog snýsttil trúar. En koma verkamenn til uppskerunnar? — Já, sem betur fer. Við sjáum það gerast í Svíþjóð í æ ríkari mæli, að ungt fólk segir upp vellaunaðri vinnu og lætur á móti sér fjárhagslega til að geta farið í Biblíuskóla og búið sig undir andlega þjónustu. Hún hefur meira aðdráttarafl í augum þessa fólks heldur en efnisleg gæði. — Margt af þessu fólki er ný- komið til trúar, nýfrelsað. Það hefur samband við svo marga ófrelsaða og er ákaft við að vinna sálir fyrir himininn. Það er mik- ilvægt að hinir eldri í trúnni virki og viðurkenni þetta unga fólk. Veiti því rúm til þjónustu og styðji það. Vilji maður ná til ófrelsaðra, þá er tryggast að halda sig að hinum nýfrelsuðu. Úthelling Heilags anda breið- ist sífellt út, bæði innan Hvíta- sunnuvakningarinnar, sem hefur kennt þetta frá upphafi, sem og innan annarra kirkjudeilda, sem hafa opnast fyrir þessari boðun hin síðari ár. Fólk stormar fram, frelsast og pang! Skírist í Heilögum anda! Þetta gerist jafnvel í sömu andránni. Það verður virkt í vakningunni og fer að lifa og hrærast í hinu nýja lífi andans. Þetta er andleg veisla. Því miður sjáum við einnig gerast eins og í sögunni af glataða syninum, að til er eldri bróðir, sem aldrei fór að heiman. Sumir hinna eldri í trúnni gera eins og hann, þeir vilja ekki taka þátt í veislunni, heldur standa fyrir utan. En faðirinnn gerði sér ferð út fyrir til þess sérstaklega að bjóða eldri bróðumum inn fyrir. Faðir- inn sýndi hversu öriátur hann var, tilbúinn til að gefa, en son- urinn sem heima dvaldi hafði ekki gert sér grein fyrir örlæti föðurins. Báðir voru þeir synir sama föður, sömu ættar, þeir þurftu báðir að reyna örlæti hans á nýj- an hátt. Mér finnst eins og þeir sem frelsast í dag komi beint heim í veisluna. Þetta unga fólk hefur enga fyrri trúarreynslu, hvorki neikvæða né jákvæða. Hinir eldri aftur á móti eru búnir að halda starfinu gangandi um árabil með trúfesti og dugn- aði. Þeir hafa borið miklar byrð- ar og hafa einnig orðið fyrir margs konar vonbrigðum. Á milli þessara kynslóða má ekki verða andlegt kynslóðabil. Fað- irinn er svo örlátur, hann sagði við eldri soninn: Allt mitt er þitt! Ég tel það mjög mikilvægt að Andinn fái sameinað þessar ólíku kynslóðir og við verðum eitt, við erum sömu ættar.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.