Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 12
i Það má rekja aðdragandann að stofnun safnaðarins vestur til heimsborgarinnar New York. Þar er norskur hvítasunnumað- ur Arnulf Kyvik að nafni á gangi. Skyndilega heyrir hann nafnið ísland kallað upp, eins og það væri inni í hjarta hans. Öll vera mannsins skynjar það á augnabliki, að þetta er kall Guðs til hans, að fara sem trúboði til íslands. Mannleg tilfínning hrökk saman og skynsemin ályktaði: Fara héðan úr mill- jónaborginni, þar sem er svo blómlegt, andlegt starf, til hins fámenna Islands og heija braut- ryðjendastarf þar. Það er óhugs- andi. Nokkru seinna var hann að skoða landabréf af íslandi. Féllu þá augu hans snögglega á Vest- firðina, og er þá sem djúptæk til- finning hvísli að honum: Þarna mun tjald þitt einhverntíma standa. Nú hófst mikið og langt bænastríð, sem endaði með því að Guð vann sigur. Kyvik seldi alla búslóð sína, sagði upp stöðu sinni og tók sig upp með konu og fjögur böm, og fór af stað til landsins, sem Guð hafði vísað honum á. Árið 1939 kom Arnulf Kyvik til Vestmannaeyja og þjónaði söfnuðinum þar í rúmt ár og vann á einstæðan hátt hlýhug allra í söfnuðinum. Næsta ár var hann orðinn búsettur í Hnífsdal. Sama ár flytur Kristín örugg og fylgin sér í þess orðs bestu merk- ingu. Kyvik aftur á móti víðsýnn og reyndur trúboðsmaður. Þessir kostir samanlagðir voru alveg nauðsynlegir því að byrjunarerf- iðleikar voru ótrúlega miklir. Höfðu þau oft orð á því að þau myndu muna ævilangt það sem þeim var vel gjört á fyrsta og örðugasta hjallanum vestur þar, og nefndu ýmis nöfn í því sam-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.