Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 14
friður, sem einkenna ættu frelsið í Jesú Kristi. Bar þá einnig fram þá ósk og bæn, að réttlæti og friður mætti ávallt einkenna starfið í þessu húsi, sem Drott- inn í náð sinni hefði trúað okk- ur fyrir. Fleiri vinanna gáfu Guði síðan dýrðina og vitnuðu um trúfesti hans. Kyvik var forstöðumaður fram á mitt árið ’52 þó með nokkrum frávikum sem hann var annarstaðar. Höfðu þá veg og vanda af starfinu í fjarveru hans Konráð og Sigfús. í febrúar 1953 koma hingað hjónin Eric og Gerda Martinsson frá Sví- þjóð. Martinsson var mikill hæfileikamaður bæði í söng og músik og útleggingu heilagrar ritningar. Þau hjónin voru þó ekki nema um eitt ár, því þá fóru þau til Grænlands til trúboðs- starfa þar. Þá var kosin til að sjá um starfið norsk systir Charlotte Rist. Göte og Mary Anderson (nú Abresparr) voru fyrst á safn- aðarsamkomu í apríl 1956. Tal- aði bróðir Anderson útfrá Hebr. 12:22—24. m.a. talaði hann um að við værum og ættum að vera hátíðafólk. Okkar sérstöku há- tíðir eins og stórar samkomur og afmæli eru samt ekki stærstu há- tíðir okkar, heldur þær stundir er við söfnumst um borð Drottins. „Konan mín segir,“ sagði hann: „Við skulum líkjast vatnsleiðslu- rörunum sem svo lítið ber á, en eins og þau gallalaus flytja hreina vatnsstrauma, eigum við að flytja hreina blessunar- strauma út frá okkur.“ Þessum straumum veittu þau til okkar í 15 ár. Var þeirra saknað er þau fóru aftur til Svíþjóðar. Um haustið komu Kristín Sæ- munds heim frá Noregi og Irene Hultmyr frá Svíþjóð, og hjálp- uðu til í starfinu. Þannig gekk það, þar til ári seinna að Gunnar og Margaret Lindblom komu og tóku við starfinu. Voru þau sér- staklega dugleg og áhugasöm í barna og unglingastarfí og hænd- ust bömin að þeim. Þau fluttust til Akraness um haustið 1979. Þá komu og hjálpuðu til í starfinu ung hjón frá Vest- mannaeyjum, Arnór Hermanns- son og Helga Jónsdóttir og voru stuttan tíma. Þau komu með nýja söngbók, sem hefir verið mikið notuð síðan og endurbætt. Þá kemur til starfa ungur ís- firðingur Indriði Kristjánsson, sem verið hafði á Biblíuskóla í Kanada og meira síðar. Hann fór svo til framhaldsnáms ásamt konu sinni Carolyn. Þau komu svo aftur í maí 1982 og voru boð- in hjartanlega velkomin. í milli- tíð höfðu Einar Gíslason og Bev- erly kona hans haft hönd um starfið. Hafði hann góða biblíu- lestra og einnig vom þau mjög samhent í bamastarfinu. Síðustu árin hafa bræður safnaðarins hjálpast að við að leiða starfið, en við biðjum og vonum, og erum þess fullviss, að Guð muni senda einhvem til að veita starf- inu forstöðu og búa í húsinu. Um árabil styrkti söfnuðurinn að hluta til kristniboð í Svazi- landi í Afríku. Voru það Anna Höskuldsdóttir héðan frá ísafirði og Gumede innfæddur maður. Einnig var tekið þátt í hinu mikla trúboðsstarfi Páls heitins Lútherssonar. Nú eru flestir stofnendumir gengnir heim til eilifrar dýrðar hjá frelsara vorum. Eftir lifa þrjár systur. En Drottinn hefir verið trúfastur í verki sínu og bætt í „hópinn þeim er frelsast létu“ eins og forðum, svo fleiri eru nú skráðir meðlimir en við stofnun safnaðarins. Hér hefir verið stiklað á stóru, frá hinni litlu byrjun, og við „horfum fagnandi á blýlóðið í hendi Ser- úbabels." Næstum frá upphafi eða síðan 1946 hefir undirritaður unnið að kristilegu sjómannastarfi. Fékk ég sérstaka köllun frá Guði til að ganga út í þá þjónustu. Eg á margar ljúfar og blessaðar minn- ingar frá samskiftum mínum við fólk á þessum vettvangi og er Guði þakklátur fyrir þetta víða verksvið, því það er alveg undra- vert hve orði Drottins hefir verið sáð vítt út um heiminn fyrir þessa þjónustu. Lofað veri Drottins heilaga nafn. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist“. Hann er með. „En síðasta dag- inn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði og sagði: Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki. Sá sem trúir á mig, úr hans kviði munu, eins og ritningin hefir sagt, renna lœkir lifandi vatns. En þetta sagði hann um andann, er þeir mundu Já, er gjörðust trúaðir á hann“ Jóh. 7:37 — 39. Mættu þessir straumar renna áfram út frá Sal- em mörgum til blessunar. Höld- um hátíð, og þökkum Drottni fyrir trúfesti hans og náð. „Jesús Kristur er i gœr og í dag hinn sami og um aldir“. Hebr. 13:8. Sigfús B. Valdimarsson.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.