Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 18
Eftir að ég veiktist sagði ég alltaf að við hefðum aðeins ráð á deginum í dag. Nú segi ég: — Við ráðum ekki nema núinu. Bara nokkrar mínútur frá dauðanum. Ég minntist þess hversu gott var til þess að hugsa að meðan ég beið fyrir framan skurðstofuna var allt klappað og klárt á milli okkar Lars. Það var ekkert óuppgert á milli okkar sem kastaði skugga á ástandið sem var þegar orðið nógu dimmt. Vissulega kom fyrir að við vorum ósammála, en við lét- um sólina aldrei ganga niður yfir reiði okkar. Það er nauðsynlegt í hjóna- bandi að geta sagt: — Fyrirgefðu mér. Það hreinsar andrúmsloft- ið. Börn eru svo næm á and- rúmsloftið. Við fullorðnir getum sett upp grímu og brugðið okkur í alls kyns hlutverk, en við blekkjum ekki börnin. Hugur þeirra er tær sem kristall og skilningarvit þeirra sjá í gegnum yfirborðið. í okkar hjónabandi og í okkar fjölskyldu reynum við að lifa í hreinskilni. Þess vegna þurfum við nauðsynlega að nota þessi orð: — Fyrirgefðu mér. Oft hef ég þurft að segja þau við tíu ára dóttur mína. Móðir á fertugs- aldri, með krabbamein og tíu ára stúlkubarn bjóða upp á andstæð- ur en orðin fyrirgefðu mér hafa fært okkur nær hvorri annarri en nokkru sinni fyrr. Ég gleymi aldrei fyrstu heim- sókn minni til Lars á sjúkrahús- ið. Ennþá var hann of veikur til að börnin okkar gætu heimsótt hann, en börnin tvö í miðið fylgdu mér niður á bryggju. Þau sátu á bryggjukantinum og dingl- uðu fótunum. Þau höfðu alltaf verið mjög samrýmd — aðeins 16 mánuðir á milli þeirra — en þó voru þau svo ólík í skapgerð. Kannski var það þessi mismun- ur sem batt þau saman — eins og jákvæðar og neikvæðar jónir dragast hvor að annarri. Nú voru þau sérlega samrýmd og létu móðan mása. — Hvar eigum við að vera þegar mamma og paþbi eru dáin? Þau ræddu hina margvíslegu möguleika þartil þau urðu sam- mála. Þau urðu þögul um stund en síðan sagði Davíð. — En það er ekki víst að þau vilji hafa okk- ur! Hjartað tók kipp og ég fann fyrir eymslum í hálsinum. Ég gat ekki skilið börnin mín eftir í slík- um þönkum. Ég tók utan um þau, minnti þau á umhyggju Guðs og sagði að pabba liði betur og mamma lifði jú ennþá og nú hefðum við hvort annað. Voru börnin farin að skilja að það var ekkert sjálfsagt að eiga bæði mömmu og pabba? Það var gott að geta talað hreinskilnislega við þau. Báturinn kom og við kvödd- umst með bros á vör. Víst var Lars betri, en þó ekki nógu góður. Vikan leið og önnur tók við og alltaf varð Lars að not- ast við gangráðinn. Læknamir reyndu að losa hann við hann en eftir 20 sekúndur fór Lars að finna til svima. Við reyndum að sætta okkur við að líklega þyrfti Lars að notast við gangráðinn það sem eftir var. Við þekktum marga sem voru háðir slíku raf- hjarta. Þeim hafði gengið vel og þannig yrði það líka með Lars. Hann búinn að liggja á hjarta- deildinni í þrjá vikur þegar merkilegir hlutir tóku að gerast. Gangráðurinn og hjartað vildu ekki starfa saman lengur. Lækn- arnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Nýjar röntgenmyndir voru tekn- ar. Ekkert fannst athugavert við leiðslurnarað rafhjartanu. Tölva var mötuð á upplýsingum en ekkert gekk. Eitthvað gekk ekki upp,en hvað? Eftir mikið japl og fuður fékk yfirlæknirinn ljómandi hug- mynd. Hann aftengdi rafhjartað. Daginn eftirgekk Iæknirinn til móts við mig í ganginum og bað * um að fá að tala við mig á skrif- stofunni. — Lorner má fara heim í kvöld. Hann er fullkomlega heil- brigður. Ég settist niður og var eitt spurningarmerki. Þetta hlaut að vera misskilningur. — Við prófuðum hann á þrekæfingahjóli í dag. Hann hjólaði í 15 mínútur fyrir „eigin pumpu“ og hjartalínuritið sýnir fullkomlega eðlilega svörun. Ég reyndi að hugsa skýrt. — Læknir sagði ég. Þú þekkir ekki Lars. Ef hann útskrifast í dag byrjar hann að vinna á morgun. — Ég sé heldur ekkert því til fyrirstöðu var svarið. Og hann hélt áfram: — Við getum ekki útskýrt það sem gerðist. En við verðum að kyngja því að maður- inn er fullkomlega heilbrigður. Við erum vanir að segja þegar við höfum ekki skýringu á reið- um höndum að þetta hafi verið vírus. Ég mat þennan lækni fyrir hreinskilni hans. Þegar við Lars sátum í bátnum á leiðinni heim frá sjúkrahúsinu tóku hlutirnirá sig skýrari mynd. Það sem hafði gerst með Lars var ekkert annað en það að Guð ^ hafði gripið inn í og Iæknað. Þetta kvöld spenntu fjögur börn greipar og þökkuðu Guði fyrirað lækna pabba. Hinir trúuðu í Tailandi höfðu mikla trú á kraftaverkum. Ég gleymi aldrei deginum þegar ég varð að yfirgefa vini okkar í Prachuab. Klukkan 8 um morg- *

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.