Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 21
íl allan tímann, utanaðkomandi truflanir voru nær engar. Dagskráin byggir í stórum dráttum á því að fern hjón, þar af ein prestshjón, flytja erindi um ýmsa þætti hjónabandsins fyrir hóp 20—40 hjóna. Hverju erindi fylgir spurning, sem þátttakend- ur svara hver fyrir sig. Hjónin fá síðan tækifæri til að ræða svör sín í einrúmi. Þessi samtöl varpa Ijósi á marga þætti, sem gjarnan verða útundan í hversdagsins önn. Dagskráin stuðlarað því að efla boðskipti milli maka, þeir kynnast nýjum þáttum í fari hvors annars. Þótt ótrúlegt sé, þá er algengt að hjón, sem eiga ára- tugi að baki í hjónabandi, segist ekki hafa kynnst fyllilega fyrr en á Hjónamóti! Það skal tekið fram að þátt- takendurá mótinu eru ekki látn- ir ræða einkamál sín fyrir opn- um tjöldum. Öll samtöl milli maka eru í einrúmi. Þátttakend- ur eru beinlínis hvattir til að beina allri athygli sinni að maka sínum þessa helgi. Hverjir eiga erindi á Hjónamót? Hjónamótin eru ætluð þeim sem elska maka sinn nógu heitt til að tíma að gefa honum heila Hjónamóti, en Hjónamót kemur aðeins virkilega að gagni ef gagnkvæmur vilji til skilnings ríkirá milli hjóna. Það er ekkert aldurstakmark á Hjónamót. Þátttakendur hafa sumir hverjir haldið upp á gull- brúðkaup og samt haft mikið gagn af mótinu. Æskilegt er að hafa verið í hjónabandi í nokkur ár til að hafa fullt gagn af helg- inni. Hjón eru hvött til að mæta á Hjónamót vegna þess að þau „eigi það skilið” fremur en að þau „þurfi á því að halda”. Kostnaður við Hjónamót er skiljanlega allnokkur, þó er eng- um meinað að taka þátt í mótinu af ijárhagsástæðum. Hver hjón greiða skrásetningargjald, sem nú er 1.000 kr. Kostnaðurinn af mótshaldinu er síðan greiddur fyrirfram og þeir peningar koma frá fyrri Hjónamótum. Áður en mótinu lýkur er þáttakendum sagt hver kostnaðurinn við mót- ið var og þeim gefinn kostur á að taka þátt í honum eftir efnum og ástæðum. Næsta Hjónamót verður hald- ið í Reykjavík helgina 1, —3. nóvember nk. Það mót verður haldið á ensku, vegna erlendra þátttakenda. Innan tíðar verður „Hjónabandið erekkiáfanga- staður — heldur ferðalag” helgi! Þau eru ætluð hjónum, sem vilja gera gott hjónaband betra. Ég hef orðið var við það að margir líta svo á sem að þetta hljóti að vera einhvers konar hjúskaparráðgjöf fyrir slæm hjónahönd. Það er mesti mis- skilningur, eflaust gætu einhver slæm hjónabönd haft gott af vonandi hægt að halda mót á ís- lensku. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér Hjónamót nánar, eða jafnvel láta skrá sig á næstu mót, er velkomið að hringja í okkur. GuðfinnaogGuðni sími 91-21934 Bréf frá ksendums Kæri ritstjóri! í vor sem leið kom til mín maður með blaðið ykkar Aftur- eldingu og sá hann hjá mér vísur, sem ég hef ort að gamni mínu. Bað hann mig að senda til ykkar nokkrar vísur, sem ég geri hér með. Ég er áskrifandi að Aftur- eldingu og búin að kaupa blaðið í mörg ár. Gaman væri að fá að vita hvort þið getið notað vísum- aríblaðiðykkar. Kær kveðja, Guðrún Guðmundsdóttir, Bala, Stafnesi. Drottinn minn á himinhœðum, heyrðu veika kvakið mitt. Meðan rennur blóð í œðum, skal églofa nafnið þitt. í tilefni af utanferð sonar og tengdadóttur. Hvarsem liggur leiðin þín, er það hjartans óskin min, að þig leiði Drottins hönd, hvarþú ferð um heimsins lönd.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.