Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 26
ana og borðfótinn í steinahrúg- una og öll södd og glöð. En sjaldan er rós án þyrna, segir gamall málsháttur og nú kom reiðarslag, sem hitti fyrst og fremst mig og um leið hin öll. Elsta systir mín sneri sér snöggt við og sagði: „Skilaðir þú vasa- hnífnum hans pabba upp á hill- una, Velli?“ Mér fannst ég stirðna upp, hnífurinn var horfinn og enginn vissi hvar hann hefði týnst. Nú setti alla hljóða, ekki vegna þess að við mundum verða skömmuð, heldur vegna þess að við, og þá einkum ég hafði algjörlega brugðist því trausti sem pabbi bar til okkar og mér sem þótti svo sérstaklega vænt um pabba og vildi helst aldrei gera á móti hans vilja, enda svaf ég alltaf fyrir ofan hann og þegar ég var myrkfælinn og gat ekki sofið, var ég alltaf að kalla í hann eða hvísla að honum: „pabbi ertu vakandi?“ og alltaf sagði hann: „já“, og hélt utan um mig með hægri hand- legg. Aldrei sneypti hann mig. Að vísu vissi ég að hann svaraði mér sofandi, en þetta eina „já“ veitti mér stundarfróun og samt hafði ég brotið bann hans og tekið hnífinn í algjöru leyfisleysi. Nú fór allur hópurinn að leita. Það hefði eins vel mátt finna saumnál í heystakki því óhugsandi var að við gætum fundið hnífinn í öllum þúfnafjöldanum eftir svo mikla yfirferð. Seinnipart dags var leit- inni hætt. Nú var fokið í öll skjól. En nú minntist ég þess sem mamma og pabbi höfðu oft sagt að guð gæti allt, aðeins ef maður treysti honum og bæði hann í einlægni. Þetta var mín einasta von, en var það ekki til of mikils ætlast að hann gæti fundið hníf- inn í þessum móapælum? Það var næstum óhugsandi fyrir mína barnssál. Ég fór inn í rúmið hennar mömmu og bað og grét og grét og bað. Það var sannar- lega iðrandi syndari er bar fram bænir sínar fyrir konung lífsins og ég efast um að ég hafi á langri ævi beðið eins hátt og innilega, sem í þetta skipti. Nú kom það systkinið sem staðið hafði vakt til að láta vita að til mömmu sæist og sagði: „Þau eru að koma fyrir neðan Saxhól. Það var venjan að hlaupa á móti henni út á Húsa- barð og var þeim yngstu lyft á bak oft bæði fyrir aftan og fram- an hana til að fá að ríða heim að bænum. Þegar mamma sá hóp- inn og einnig að þau voru ekki eins glöð og vanalega segir hún: „Hvar er hann Velli?“ „Hann er grátandi inni í rúmi, hann tók vasahnífinn hans pabba og við týndum honum." Mamma sneri sér að unglingspilti sem hét Matthías Björnsson og átti heima á Litlalóni. Hann fór ofan í vása sinn og rétti mömmu hlut sem hún skoðar og segir: „Það er enginn vafi því stafirnir hans eru grafnir á aðra kinnina." Nú var Kristbjörg send inn og mér var sagt að koma út því hnífurinn væri fundinn. Ég hélt að systir mín segði þetta til að hughreysta mig því mér fannst það næstum því ómögulegt. Þegar ég kem út á hlaðið, allur útgrátinn kyssir mamma mig og sýnir mér hnífinn hans pabba og segir: „Ég veit að þú gerir þetta aldrei aftur.“ Ég tók við hnífnum, skoðaði hann allan og sagði: „Hvernig stendur á þessu, hver fann hann?“ Þá segir mamma: „Þegar við komum neðan til í Sandflögin, flaug smáfugl undan þúfubarði, hesturinn sem Matt- hías reið á fældist og hljóp með ofsahraða langt út í móa, allt í * einu stoppar hann og Matthías hendist fram af honum. Þegar hann stendur upp sér hann hvar nýr vasahnífur liggur millum þúfna, hann tekur hnífinn og þegar hann kemur aftur segir hann: „Það liggur við að þessi bylta borgaði sig, því ég fann nýjan vasahníf." Og þegar við komum hingað heim og fréttum hvað fyrir hefði komið fékk ég að líta á hnífinn og sá að það var hnífurinn hans pabba þíns, því hann er merktur." Það var þá rétt sem pabbi og mamma höfðu sagt, að guð getur allt. Ég labbaði suður fyrir hlöðugafl. Það mátti ekki minna vera en ég þakkaði honum fyrir það sem ég taldi næstum óhugsandi að gæti átt sér stað. Þessi atburður festist mér í huga og er jafn skýr og þá er hann gerðist, þótt liðin séu sextíu og sex ár síðan. Hann hefur sannað mér það að máttur bænarinnar er hinn sami, hvort sem það er barn eða fullorðinn sem biður.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.