Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 29
0 sönginn með aðstoð nokkurra hljóðfæraleikara. Enn streymdi að fólk og bætt var við aukastól- um, margir stóðu aftan til í kirkj- unni. Svo var að heyra sem allur söfnuðurinn syngi með fullum hálsi. Samkomustjórinn hvatti öttullega til undirtektar í söngn- um. Einn liður var „söngur dags- ins“. Þá var dustað rykið af gömlum sálrni í sálmabókinni, sem fæstir kunnu. Fólk lærði nýjan — gamlan sálm á hverjum sunnudegi. Eftir meiri söng, Biblíuorð, lofgjörð og fyrirbænir var haldin minningarmáltíð Drottins (kvöldmáltíð). Öldungar og djáknar safnaðarins gengu um með bakka með smábikurum og brauði. Meðtók hver og einn brauðið og lítinn bikar. Eftir enn meiri söng tók for- stöðumaðurinn Wynne Lewis til við Biblíufræðslu, hann var að byrja röð Biblíulestra um „tákn og undur“ á blöðum Nýja testa- mentisins og hvernig nútímafólk mætti reyna hina sömu hluti. Lewis er léttur og líflegur predík- ari, hann kryddaði ræðu sína með dæmum úr daglegu lífi og af eigin reynslu. Flestir kirkjugesta sátu með Biblíuna á hnjánum og punktuðu niður minnispunkta. Þetta var augljóslega söfnuður, sem var vanur að fræðast í Orð- inu. Samtímis Biblíufræðslunni var höfð stund fyrir börnin í öðrum sal kirkjunnar. Þau fengu þannig efni við eigin hæfi og voru ekki til truflunar, eins og stundum vill verða. Ki-nsington 'I'cmple í l,ondon. Eftir predíkunina hvatti Lewis forstöðumaður iolk að sækjast eftir Heilögum anda og náðar- gjöfunum. Að tillögu forstöðu- manns skipti allur söfnuðurinn sér í litla hópa, 5 — 7 manna, bað þar hver fyrir öðrum og fólk not- aði náðargjafirnar. Að lokinni samkomunni hitt- um við fyrir tilviljun einn safn- aðarmanna sem oft hefur gist ís- land, hann ferðast um heiminn og kennir meðhöndlun flókinna lækningartækja. Heimsóknir hans til íslands hafa verið í þeim tilgangi að kenna meðhöndlun sneiðmyndatækis Landspítalans. GUÐNI EINARSSON

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.