Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 30

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 30
Við systkinin ákváðum að sækja kvöldmessu í All Souls kirkjunni við Langham Place, en það er við enda Regent Street, norðan við Oxford Street. Þar eð við höfðum rúman tíma fórum við í St. Paul’s dómkirkjuna og skoðuðum þessa stórkostlegu byggingu. Það stóð yfir messa og við nutum síðari hluta hennar. Á leið okkar til All Souls gengum við fram á útisamkomu Hjálp- ræðishersins. Þar lék lúðrasveit, sem eins og margar lúðrasveitir Hersins var aiburða góð. Fjöldi fólks vará þessari útisamkomu. Við komum vel tímanlega til All Souls kirkjunnar. Á auglýs- ingaspjaldi á kirkjutröppunum sáum við að kennimaðurinn og rithöfundurinn John Stott var ræðumaður kvöldsins. Eftir hann hefur komið á íslensku bókin „Sannleikurinn um Krist“. Við tryggðum okkur góð sæti og sáum við það sama gerast og um morguninn, fólk streymdi að, alls konar fólk á öllum aldri. Tíu mínútum áður en samkom- an hæfist var allt orðið fullt. Nú tók að streyma inn tónlistarfólk, sem tók sér sæti fyrir framan gráturnar, taldist okkur til að þarna væru um sjötíu hljóðfæra- leikarar og mynduðu þeir full- komna hljómsveit. Að baki hljóðfæraleikurunum stóð um fimmtíu manna kór. Allt var þetta ungt fólk, það elsta rúm- lega þrítugt að sjá. Okkur var sagt að langflestir stunduðu nám við Konunglegu tónlistaraka- demíuna og allir kristnir. Hljómsveitin stillti hljóðfærin og renndi síðan í gegnum smá- kafla úr Pétri Gaut eftir Grieg, áðuren messan hófst. Sungnir voru nokkrir sálmar við orgelundirleik og tók söfnuð- urinn mikinn þátt í söngnum, síðan tók hljómsveitin og kórinn við og leiddi söfnuðinn í lofgjörð. Fram streymdu gamalkunnir sálmar og nýir lofgjörðarkórar í hljómsveitarútsetningum og margrödduðum söng. Hljóm- sveitarstjórinn hvatti söfnuðinn mjög til þátttöku í viðkvæðum söngvanna og skilaði sú hvatning góðum árangri. Kór og hljóm- sveit All Souls kirkjunnar nýtur mikillár viðurkenningar í Bret- landi, gerðar hafa verið nokkrar hljómplötur og stundum eru haldnir hljómleikar utan kirkj- unnar. I vetur héldu þau hljóm- leika í Barbican menningarmið- stöðunni að Margaret Thatcher og fleira stórmenni viðstöddu. Predíkun John Stott var kjarn- mikil og hnitmiðuð, hann fjall- aði um að vera kristinn í nútíma- heimi. Við komum heim á hótelið rétt í tíma til að sjá fyrsta þáttinn í nýrri þáttaröð á BBC 1, sem fjallar um kristilega popptónlist. Þættirnir heita „Rock Gospel Show“ og er stjórnað af skosku söngkonunni Sheilu Walsh. í fyrra stjórnaði hún sambærileg- um þáttum fyrir BBC og voru þeir sendir út síðdegis á sunnu- dögum, samtímis fótboltaleik dagsins. Það vakti mikla furðu að þættirSheilu höfðu mun fleiri áhorfenduren fótboltinn. Því var tekið til við að gera aðra þáttaröð og er hún send út á besta útsend- ingartíma, klukkan tíu á sunnu- dagskvöldum. Það má segja að þessi sunnu- dagur hafi verið hlaðinn andleg- um önnum hjá okkur. Það sem ég hef lýst hér í fáum orðum er hluti stærri sögu. í Bretlandi er nú meiri trúaráhugi og almenn- ari en um langt skeið. í kjölfar vakningarferða Billy Grahams og Luis Palau í sumar er leið, hefur orðið vakning víða í land- inu. Maður, sem á sæti í nefnd er sér um að rækta samband við þá er tóku afstöðu á samkomu Billy Graham, sagði mér að nýverið hefðu verið sendir út 132 þúsund pakkar með kristilegu lesmáli til nýgræðinga í trúnni. Þetta er ávöxtur mikillar bænar og þrot- lauss starfs. Mætti það verða kristnum Islendingum til upp- örvunarað láta ekki deigan síga í trúarinnargóðu baráttu. Guðni Einarsson AFTURELD1NG Fh°"ynd Ég óska eftir aö gerast áskrifandi aö AFTURELDINGU ■ ■ I ■ W 11 Bi k WJI I ■■ MatthiasÆgisson 52.árgangur 3.tbl.l985 Útgefandi: Filadelfia — Forlag, Hátúni 2,105 Fteykjavik. Sími 91-20735/25155. Rltst|ór1 og ábyrgftarmaöur Einar J. N3Tn — ■ Póstnr. — Póststöö Gísiason. Blaðamaftur Matthías Ægisson. Satning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miöast viö áramót. Vinsamlegast tilkynniö breytingar á áskriftum og heimilisföngum til skrifstofunnar. Árgjaldiö er kr. 550.— Fæöingard. Nafnnr.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.