Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 2
mmioki EggertJónsson Drottinn heyrír bænir Dagarnir voru farnir að stytt- ast. Það var komið fram í sept- ember. Nú var búið að færa veg- inn. Áður lá hann niðri í fjöru. Þá þurftu menn oft að velja á milli hvort þeir vildu heldur bíða eftir útfallinu eða aka í sjónum. En það var bæði óglæsilegt og skemmdábílnum. Nú var vegurinn kominn upp- fyrir miðja hlíð. Hann var kom- inn upp á Búrmelinn. Þarna rann nú gamli bíllinn með þrem- ur mönnum. Við vorum allir glaðir og lofuðum Guð. Við fundum það svo vel að við vor- um ekki bara þrírá ferð. Við vor- um sannfærðir um það, að sjálfur Guð var með okkur, og við vild- um hafa hann fyrir fararstjóra. Hann, sem sagði: „Farið, — og prédikið gleðiboðskapinn, — og ég mun vera með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar". Matt.28. Þarna rann nú bíllinn inn hlíðina. Þegar við komum inn- fyrir Grjótána, inn á svo kallað Vörðuleiti, sáum við koma á móti okkur mann á vindóttum hesti. Þetta var Baldvin, bóndi á Gilsfjarðarbrekku. Við stigum útúr bílnum til að heilsa honum og spurðum hann frétta. „Það er nú lítið að frétta", sagði hann „annað en það, að við höfum haft heldur of lítið af sólskini hér í sumar, en mikið af rigningu. Það hefur gengið illa að þurrka heyið, og mitt hey er að mestu ennþá í sætum úti á túni, ég hef ekki getað náð því inn fyrir rign- ingu." Mér fannst þetta ekki vera gott útlit og sagði við hann: „Hefur þú ekki reynt að tala um þetta við Guð, sem hefur vald og mátt til að gefa þér þurrk á töðuna þína?" „Nei," sagði hann, „það hefégnúekkigert." „Þú skalt reyna það, og sjá svo hvað verður," sagði ég. Svo kvöddum við hann og héldum áfram eins og leið liggur vestur í Geiradal. Loftið var fremur drungalegt. Skýin voru full af vatni og regnið dundi á bílrúðunum. Á hverju túni sáum við mikið af hálf- hröktu heyi, sem ekki hafði náð að þorna nóg til að komast í hlöðurnar. Mér fannst útlitið ekki vera nógu gott, og sló því fram við ferðafélagana: „Eigum við nú ekki að fara heim að Tindum og fá hann Arnór til að hringja á bæina og kalla að nokkra bændur hérna í dalnum, hafa með þeim sameiginlega bænastund, og biðja Guð að gefa þeim þurrk á töðuna sína." Þetta var samþykkt og þetta gerðum við. Þetta sama kvöld fórum við heim að Svarfhóli og höfðum þar bænastund með heimilisfólkinu, og báðum þar Guð að gefa þurrk á töðuna. Á Svarfhóli vorum við svo um nóttina. Næsta morgun var himinninn

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.