Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 3
„Og þessa daga hafði verið haldið áfram við heyþurrkinn." heiður og blár. Og í indælu veðri ókum við norður Tröllatungu- heiði og norður í Strandasýslu. Á Drangsnesi komum við til vinar míns Einar Sigvaldasonar og Helgu konu hans. Þau tóku okk- ur með sömu rausn og vináttu eins og þau voru vön. Þegar við vorum sestir inn í stofuna, kom húsmóðirin Helga inn í stofuna með nærri tveggja ára stúlku á handleggnum og sneri sér að mér og sagði: „Ég má til að sýna þér slúlkuna sem Drottinn gaf líf fyr- ir tveimur árum.“ Þetta var ljómandi falleg telpa, og sú saga sem á bak við hana er, er sönnun þess að Guð gerir í dag sömu kraftaverkin sem hann gerði á dögum frumkristinnar. Það var í desember, tæpum tveimur árum áður en þetta gerðist sem ég nú hef sagt frá, að við vorum á ferð norður á Drangsnesi, Jón Björgvin og ég. Við komum að morgni dags til Einars Sigvaldasonar. Hann kom sjálfur á móti okkur út á tröppur því hann bjóð á hæðinni. Hann heilsaði okkur vinalega eins og hann var vanur, og bauð okkur til stofu og sagði. „Hér hefur ekk- ert verið sofið í nótt“. Svo sagði hann okkur hvað olli svefnleysi næturinnar. Dóttir hans, sem bjó í kjallara hússins var með létta- sótt. Hjá henni var læknir og ljósmóðir. Dáið barn var fætt sem var orðíð skemmt af fóstur- eitrun og læknirinn sagði að ann- að barn væri ófætt, en það mundi ekki fæðast því að konan væri að deyja, og þau ætluðu ekki að yfirgefa hana fyrr en hún væri dáin. Við Jón gengum með Ein- ari inn í stofuna og krupum þar niður og lögðum mál þetta í hendur Drottins, sem hefur allt vald á lífi og dauða. Og Einar, þessi stóri og sterki veðurbarði skipstjóri bað þarna fyrir dóttur sinni grátandi. Þegar við höfðum legið þarna á knjánum litla stund kom Helga, móðir veiku kon- unnar, upp til okkar og sagði að seinna barnið væri fætt, frísk og eðlileg stúlka, og konan úr allri hættu. Það var nú einmitt þessi litla stúlka sem kom þarna inn í stofuna til okkar á handlegg ömmu sinnar nærri tveggja ára frísk og efnileg. Þarna á Drangs- nesi fengum við Iánaða kapell- una sem er í skólahúsinu og höfðum þar samverustundir með Drangsnesingum. Eftir nokkra daga ókum við svo aftur suður Tröllatungu- heiði. Og þá sáum við, okkur til mikillar gleði, hvernig sólin ljómaði yfir Geiradalinn. Og þessa daga hafði verið haldið áfram við heyþurrkinn. Bænd- umir voru nú að enda við að hirða inn í hlöðurnar sínar sein- ustu töðuna sína sem Guð hafði gefið þeim svo góðan þurrk á. Davíð segir: „Hver sem er vit- ur gefi gætur að þessu, og menn taki eftir náðarverkum Drott- ins“. Davíðssálmur 107.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.